Búnaðarrit - 01.01.1983, Page 506
500
BÚNAÐARRIT
1. tafla. Samanburður á „stjörnu“-föllum og 1. flokks-
föllum, miðað við 14 kg þunga.
Flokkur % Er munur
Eiginleiki DI* DI munur raunhæfur'
Fjöldi falla . ... 12 64
Nýrnamör (g) .... 526 573 8 Nei
Klofdýpt (mm) .... 234,4 249,6 6 Já
Dýpt brjóstkassa (mm) . ... 247,0 252,9 2 Já
Vídd brjóstkassa (mm) .... 161,8 159,0 2 Nei
Breidd bakvööva — A (mm) ... .... 53,9 51,7 4 Já
Pykkt bakvöðva — B (mm) .... .... 27,6 24,7 12 Já
Flatarmál bakv. (AxB) ... . 1486 1283 16 Já
Fituþykkt á baki (mm) 1,60 2,37 32 Já
Fituþykkt á síðu (mm) 7,11 6,71 6 Nei
Lengd framfótl. (mm) .. .. 107,3 112,6 5 Já
Pyngd framfótl. (mm) ♦) A. m. k. í 95% tilfella. .... 30,0 33,5 10 Já
í töflunni kemur fram mikill munur á þykkt bakvöðvans,
„stjörnu“-flokknum í vil, sem endurspeglast í mun stærra
þverskurðarflatarmáli sama vöðva. Þetta bendir eindregið
til hærra vöðvahlutfalls „stjömu“-fallanna auk þess, sem ráða
má af þunga framfótleggjar, að beinaþungi þeirra hafi verið
u. þ. b. 10% minni, en fita var lítil í báðum flokkum, enda
föllin fremur létt. Nú skal það ekki fullyrt, að niðurstöður
þessar séu lýsandi fyrir kjötmatið í landinu, en þær sýna þó
ótvírætt, að „störnu“-stimpillinn er raunhæfur gæðastimpill
í höndum þjálfaðra matsmanna.
Þau atriði, sem um hefur verið fjallað að framan, eiga
einkum við um mat á heilum skrokkum, sem miðast fyrst
og fremst við það hvernig skrokkurinn nýtist. Þá er eftir að
fjalla um þau önnur atriði, sem ráða lostætni kjötsins og
ekki er fært að meta á óskornum skrokkum. Hér er
aðallega um að ræða eðlis- og efnaeiginleika vöðvanna, en
efnasamsetning fitunnar er einnig mikilvægur þáttur, sem
hefur áhrif á mýkt hennar og hugsanlega á geymslu- og
matreiðslueiginleika kjötsins.