Búnaðarrit - 01.01.1983, Blaðsíða 463
VÖXTUR, ÞROSKl OG KJÖTGÆÐl SAUÐFJAR
457
liggur innan þessara þungamarka. Þær hlutfallsbreytingar,
sem urðu á skrokkvefjum samfara þyngingu skrokksins um
67% frá 12 til 20 kg, endurspegla það, sem áður er sagt um
vöxt einstakra skrokkvefja á kálbeitinni milli 16 og 24 vikna
aldurs. Beinin þyngdust um 40% í hálöppunum og 33% í
láglöppunum, vöðvinn um 52—53%, en fitan um 178% í
hálöppunum og 144% í láglöppunum. 4. tafla sýnir enn
fremur aukningu á vöðva: beinahlutfalli svo og á hlutfalli
yfirborðsfitu móti millivöðvafitu, og endurspegla þessar
breytingar mismunandi þroskaröð viðkomandi vefja.
Höfuðmunur hálappa og láglappa kemur fram í beinum
og fitu. Við 16 kg fallþunga höfðu hálapparnir 24% þyngri
bein, en 20% minni fitu. Þá var heildarmagn vöðva um 6%
meira í hálöppunum, en hlutfall vöðva á móti beinum var
mun hagstæðara í láglöppunum, sem höfðu 5,56 kg vöðva
fyrir hvert 1 kg af beinum, samanborið við 4,74 kg í
hálöppunum. Enn fremur er athyglisvert, að láglappamir
söfnuðu hlutfallslega meiri fitu utan á skrokkinn miðað við
þá fitu, sem sest inn á milli vöðvanna. Þetta er algengt
einkenni á holdakynjum, samanborið við búfjárkyn, sem
minna eru kynbætt til kjötframleiðslu.
4. tafla. Vefjasamsetning skrokksins. — Þroskabreytingar
og áhrif vaxtarlags.
%-aukning
12 kg fall 16 kg fall 20 kg fall frá 12—20 kg
Vefur Teg. % g % % fallþunga
Bein .................. Hál. 13.4 1948 12,2 11,3 40
Lágl. 11,1 1572 9,8 8,9 33
Vöðvi.................. Hál. 60,5 9236 57,7 55,1 52
Lágl. 57,2 8738 54,6 52,3 53
Fita ................... Hál. 19,0 3996 25,0 31,8 178
Lágl. 25,2 4966 31,0 36,9 144
Vöðvi/Bcin ............. Hál. 4,51 4,74 4,89
Lágl. 5,15 5,56 5,89
Yfirborðsfita/Milliv.fita .. Hál. 0,58 0,67 0,76
Lágl. 0,70 0,77 0,81
(Mismunur á hál. og lágl. cr marktækur í a. m. k. 95% tilfella, ncma hvað snertir
hlutfall yfirborðsfitu á móti millivöðvafitu í 20 kg skrokk).