Heilbrigðismál - 01.04.1965, Síða 20

Heilbrigðismál - 01.04.1965, Síða 20
veitt. Kom hvítblæði þar fyrst og tremst ti! greina. Krabbameinsskráningin hófst hér á landi 1954, en í Danmörku 1942. í Noregi og Finnlandi hófst hún um svipað leyti og hér, en hjá Svíum þó nokkuð seinna. Krabba- meinsskráningin felst í því að safnað hefur verið saman öllum krabbameinstilfellum sem greind liafa verið síðan 1954. Ekki þótti tiltækilegt að fara lengra aftur í tímann. Fyrir þann tíma höfðu margir læknar oft enga aðstöðu til að tryggja örugga greiningu sjúkdómsins. Krufningar voru þá miklu sjaldgæfari en nú er orðið og vefjarannsókn- ir oft ekki látnar skera úr. Áreiðanleika dán- arvottorðanna var því oft mjög ábótavant, og ekki tiltækilegt að nota þau sem undir- stöðu vísindalegra athugana. Frá því dánar- vottorð voru fyrst lögskipuð hér á landi og fram til 1950, skráðu læknarnir ekki einir dánarvottorðin, heldur var prestunum einn- ig falið það. Því eru skiljanlegar ástæður fyrir því að mörgum hinna skráðu dánar- orsaka sé lítt treystandi. Krabbameinsskráningin gerist að öllu leyti á skrifstofu krabbameinsfélags íslands. Hún er bæði nákvæmnis- og þolinmæðiverk. Sjúkdómsgreiningarnar verður að tína sam- an frá öllum sjúkrahúsum landsins, úr sjúkraskýrslunum sjúklinganna, skýrslum um krufningar og vefjarannsóknir. Allar rannsóknir á sögu, gangi og hegðun krabbameinsins byggist að verulegu leyti á krabbameinsskráningunni, án hennar yrðu allar slíkar athuganir torunnar. Þannig hef- ur krabbameinsskráningin bæði hagnýta og fræðilega þýðingu. Þegar Ólafur Bjarnason dósent samdi doktorsritgerð sína um leg- krabbameinið og dr. Gunnlaugur Snædal um brjóstkrabbameinið, byggðust rann- sóknir þeirra að verulegu leyti á krabba- meinsskráningunni og má telja vafasamt að þessi merku vísindarit hefðu enn séð dags- ins ljós ef hún hefði ekki verið til, þó að í þeim báðum sé um miklu víðtækari rann- sóknir að ræða en hægt er að vinna úr krabbameinsskráningunni einni saman. Á fundi forstöðumanna krabbameins- skráninganna í Kaupmannahöfn var rætt urn nauðsyn þess að þeir hittust reglulega í framtíðinni, til þess að gera sér grein fyrir tíðni hinna ýmsu krabbameinstegunda og hvaða stefnu þær taka, í hverju landi. Færi ein tegund krabbameins að vaða meira uppi í einu landi en öðru, gæfi það tilefni til að hefja rannsóknir á hverjar orsakir kynnu að liggja til þess. Þannig hefur skapazt sam- vinna milli Finna og Norðmanna, en þeir leitast við að finna ástæður fyrir því hvað lungnakrabbameinið fer óhugnanlega í vöxt í Finnlandi, en er sjaldgæft og eykst liægt í Noregi. Ekki munu þeir hafa birt ennþá neinar niðurstöður þessara rann- sókna, en sagt er að óhóflegar reykingar Finna muni eiga þar hlut að máli, þó það skýri ef til vil ekki málið til fullnustu og fleira komi til greina. Þegar prófessor Níels Dungal fékk þá snjöllu hugmynd að láta kortleggja öll magakrabbamein á íslandi og skipa þeim niður eftir búsetu sjúklinganna, var þar að nokkru leyti stuðst við krabbameinsskrán- inguna. Eins og getið var um í síðasta frétta- bréfi hefur hann nú hlotið styrk í þriðja sinn frá National Institute of Health til framhaldsrannsókna á magakrabbameininu á íslandi. Þær hafa verið unnar fyrir fé frá þeirri stofnun síðan 1962. Þar hefur krabba- meinsskráningin einnig komið til skjalanna og verið byggt á henni að nokkru leyti, þó þar sé skyggnst miklu lengra aftur í tímann en hún nær, hefur hún þó átt sinn þátt í að auðvelda þær rannsóknir að miklum mun. Lxknirinn keraur úi úr sjúkraherberginu og öll fjöl- skyldan umkringir hann: Jæja, læknir, er þetta alveg vonlaust? Jú, vinir mínir, svaraði hann. Frændi ykkar fær heils- una aftur. 20 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.