Heilbrigðismál - 01.01.1969, Page 6

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Page 6
Gísli Sigurbjörnsson forstjóri. Þessi fundur var vel sóttur af fólki úr ýmsum stéttum og starfsgreinum. Niðurstöður nefndarinn- ar voru eindregnar og samhljóða um að gengist skyldi fyrir stofnun krabbameinsfélags. Prófessor Níels Dungal, sem hafði verið erlend- is, þegar málið var rætt í Læknafélagi Reykjavíkur, gekk nú mjög fram fyrir skjöldu og hvatti eindreg- ið til þessarar félagsstofnunar, en í sama streng tóku margir aðrir sem þarna töluðu. Læknanefnd- in lagði til að skipuð yrði önnur nefnd til að und- irbúa og gangast fyrir stofnun krabbameinsfélags- ins. í þá undirbúningsnefnd voru kosnir: Svein- björn Jónsson hæstaréttarlögmaður, Sigríður J. Magnússon frú, Gísli Sigurbjörnsson forstjóri, Magnús Jochumsson póstfulltrúi, Níels Dungal pró- fessor, Alfreð Gíslason læknir, Gísli Fr. Petersen yfirlæknir, Ólafur Bja' nason læknir, Katrín Thor- oddsen læknir. - Þetta sama fólk myndaði síðan fyrstu stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sem var stofnað 8. marz 1949, og fór þannig fram, að boðað var til almenns fundar í hátíðasai Háskólans. Hann var mjög vel sóttur og ríkti þar mikill áhugi fyrir félagsstofnuninni og fjöldi ræðumanna kom þar fram. Og þar var síðan stofnað fyrsta Krabba- meinsfélag á íslandi, sem hlaut nafnið: Krabba- meinsfélag Reykjavíkur, og formaður þess var kjör- 6 inn Níels Dungal prófessor. Þegar Alfreð er spurð- ur hversvegna hann hafi ekki orðið fyrsti formaður félagsins, sem aðalhvata- og baráttumaður fyrir stofnun þess, kveðst hann sérstaklega hafa óskað þess að próf. Níels Dungal tæki þetta að sér, sakir brennandi áhuga hans fyrir málefninu og þess hvað hann fylgdi því fast fram að félagið yrði stofnað og ekki sízt vegna þess hvað hann hafði marghátt- aða og góða aðstöðu til að taka það að sér, enn- fremur hafði hann verið formaður undirbúnings- nefndarinnar. Þegar Krabbameinsfélag Reykjavíkur hafði verið stofnað, var brátt farið að ræða um það á fundum þess, að nauðsynlegt væri að koma á stofn fleiri fé- lögum úti um land, og það varð til þess að stofnað var Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar, Vestmanna- eyja og Akureyrar. Seinna varð sú stefnubreyting, að ekki skyldu stofnuð fleiri félög, enda talið að starfsemi félaganna mundi ekki gefa betri raun, en þó að einstökum mönnum og félagssamtökum, sem þegar voru starfandi, yrði falið að sinna mál- efnum krabbameinsvarnanna úti um landið. Enda fór svo að einstakir menn unnu gott starf á næstu árum í þágu krabbameinsvarnanna og sömuleiðis sum félög og má þar sérstaklega nefna Skátafélagið á ísafirði. Eftir að ofangreind krabbameinsfélög höfðu ver- ið stofnuð, taldi Ki abbameinsfélag Reykjavíkur nauðsynlegt að stofnað yrði samband íslenzkra krabbameinsfélaga. Þessvegna var haft samband við félögin úti á landi og þau fengin til að senda full- trúa sem hefðu umboð til að standa að stofnun landssambandsins, sem síðan var myndað 27. júní 1951, og hlaut nafnið Krabbameinsfélag íslands. Svo er að sjá sem Alfreð læknir hafi einnig stað- ið í fararbroddi að stofnun Krabbameinsfélags ís- lands því að á aðalfundi Kiabbameinsfélags Reykja- víkur 1951, samdi hann og flutti svohljóðandi til- lögu eins og hún stendur í fundagerðabók félagsins: Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur, hald- inn 8. marz 1951, felur stjórn félagsins að undirbúa stofnun sambands íslenzkra krabbameinsfélaga og kveðja til framhaldsaðalfundar að þeim undirbún- ingi loknum. frh. á hls. 18 fréttabeef um heilbrigðismál

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.