Heilbrigðismál - 01.01.1969, Side 8

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Side 8
sjúklingana, sem ég hefði séð. Ég kysi heldur að deyja, en hljóta slík örlög. Hann reyndi að róa mig, sagði að ég ætti ekki að hugsa um það og kannske væri ekki nauðsynlegt að gera svo róttæka aðgerð á mér. Það var hríð úti, og Elín átti eftir að aka langa leið heim. Ég fylgdi henni að lyftunni og reyndi allt hvað ég gat, að þykjast vera bjartsýnn. „Aktu gætilega," sagði ég og gaf henni kveðjukoss. Fyrstu klukkustundirnar, eftir að lyftudyrnar lok- uðust, voru einhverjar þær erfiðustu, sem ég hafði liafð. Ég fékk mig ekki til að fara aftur inn í sjúkra- stofu mína. Mér var ofraun að horfa upp á óhugn- aðinn eftir handlæknisaðgerðirnar. En hvert sem ég leit, sá ég sama ófögnuðinn, fólk í hræðilegu á- standi. Margir biðu nú aftur eftir skurðborðinu, til þess að fá endurbyggt það, sem skorið hafði verið burt af andliti þeirra og hálsi. Ég ætla ekki að lýsa ástandi þeirra og útliti, sem verið var að fram- kvæma aðgerðir þessar á. Ég vó salt milli með- aumkunar og viðbjóðs. Ætti ég eftir að líta svona út? Ég þrástagaðist á því, sem læknirinn sagði. Kannske þyrfti ekki að beita slíkum aðgerðum við mig. Og ég reyndi að beina augunum að lofti, veggjum og gólfi eða einhverju öðru en sjúklingun- um, sem ég umgekkst. Þarna voru allskonar tímarit og blöð, og í þeim iofsömuðu sígarettuverksmiðj- urnai hinn dásamlega keim af framleiðslu sinni. Þetta var á annarri hverri síðu, en þessir sjúkl- ingar, sem höfðu reykt allt sitt líf, gátu hvorki fund- ið bragð af sígarettum né neinu öðru. Þeir tóku fæðuna gegnum plastslöngu, og það eru hvorki bragð- né ilm-laukar í henni. Frá auglýsingakvikmyndunum mundi ég hinar fögru raddir, ungar, heitar og sannfærandi, en raddir sjúklinganna voru ekki eins heillandi. Marg- ir þeirra höfðu enga rödd, því barkakýlið hafði verið numið burtu. Þeir reikuðu um eins og þögular vofur með blýant og blaðahefti. Á þann hátt einan gátu þeir talazt við. Morguninn eftir var farið með mig á skurðstofuna til speglunar á barkakýl- inu. Það er gert með upplýstri málmpípu, og á meðan á því stendur, skiptast tveir eða þrír læknar á um að gægjast niður í gegnum pípuna. Stundum taka þeir vefjasýni. Þeir fara með töng í gegnum pípuna og klippa smábita hingað og þangað til smásjárrannsóknar. Mér var bannað að bragða vott eða þurrt í tvo tíma og liggja grafkyrr. Læknarnir vildu reyna að bjarga röddinni minni. Raddlaus tryggingarfulltrúi er lítils virði. Þessvegna fékk ég geislameðferð tímum saman, en það dugði mér ekki, og í ágúst 1964 tilkynnti læknirinn mér, að nú væri engrar undankomu auðið. Það yrði að skera mig upp. Kvöldið áður, er ég vissi, að ég mundi aldrei tala framar, reyndi ég að segja Elínu, hvað mér þætti vænt um hana og börnin. Hún stóð sig eins og hetja. Morguninn eftir var mér ekið á skurðstofuna. Ég man, að ég bað fyrir mér á leiðinni um hina löngu ganga. Ellefu klukkutimum seinna var ég fluttur á stofuna mína aftur. Ég hafði verið allan tímann á skurðborðinu, að undanskilinni einni klukkustund á stofunni, sem sjúklingarnir eru látnir vakna. Morguninn eftir var mér sagt, að skurðlæknirinn hefði tekið úr mér barkakýlið, mestan hluta koks- ins og hluta af vélindanu og eitthvað af vefjum umhverfis. Nú var ég sjálfur orðinn ein af þessum skurðtæknilegu ófreskjum, sem áður höfðu fyllt mig skelfingu. Og framvegis átti ég að anda í gegnum op á hálsinum. Ég vissi það af biturri reynslu, hvað ógnvekjandi það var, þetta gínandi gat á hálsinum, og mér fannst ég vera útskúfaður úr samfélagi mannanna, eins og líffræðilegt vefjasýni í glasi. Nú kom pínandi og einmanalegur umþóttunartími. - Átta sinnum varð ég enn að fara á skurðborð áður en skurðlæknarnir voru búnir að byggja upp háls- inn á mér að nýju. Blöð og tímarit styttu okkur stundirnar, og ég verð að viðurkenna, að á „7 - austur'' fylgdumst við með sígarettu-auglýsingunum af sjúklegum áhuga. Þegar ég hafði reykt nálægt 19.000 pakka af sígarettum, var ég eins og allir hinir orðinn dálítið öðruvísi útlits en glæstu ungu mennirnir í auglýsingunum og glöðu fallegu stúlk- urnar. Unga fólkið nú á dögum, kvað heimta að horfast í augu við staðreyndirnar, kannske hefði það áhuga á að sjá áróðurskvikmynd fyrir sígarettureykingum af mönnum, sem hafa reykt hálsinn burtu. Og svo frh. á hls. 16 8 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.