Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Blaðsíða 10
Innra borð æðanna verður oft óslétt, sem getur valdið því að blóðið límist í ójöfnurnar og storkni. spurningum verður að nokkru leyti: Vegna aldurs- ins. Það má einnig segja, að æðarnar slitni með aldrinum eins og allt annað í líkamanum. Með slitinu verða þær lítt þenjanlegar og stökkar. Geta því auðveldlega brostið. Auk þess verður innra borð þeirra oft óslétt, sem getur valdið því, að blóð- ið límist í ójöfnurnar og storkni. Þetta stífleika ástand æðanna getur valdið hækkuðum blóðþrýst- ingi og þær geta ekki lengur brugðist eðlilega við þrýstingnum af dælingu hjartans. Hækkun blóð- þrýstingsins eykur aftur líkurnar til þess, að æðarn- ar bresti. Þetta er vítahringur, sem aldraðir menn og konur geta lent í. Eftir því sem fólkið eldist meira, verða slagæðarnar stökkari, þrýstingurinn í þeim stígur og einn góðan veðurdag kemur bilunin. Sé það æð í heilanum fær sjúklingurinn slag. Það er erfitt að svara því, hvernig eigi að verjast heila- blæðingu. Væri það aldurinn einn, sem ætti sökina, gæti hvorki fólk né læknar gert neitt, sem stoðaði. En nú er það ýmislegt annað, sem kemur til greina, og þar má hafa nokkur áhrif á. í fyrsta lagi lítur út fyrir, að æðar sumra eldist fyrr en annarra og það lítur út fyrir, að þeir sem búa við mikið álag og streitu í hinum svo kallaða menningar-heimi,fái stökkar æðar tiltölulega snemma á lífsbrautinni. Við getum iUa einangrað okkur frá argi og þrasi nú- tíma lífs og við getum ekki komizt hjá, að margt veki hjá okkur óróa og kvíða í tízkuheiminum, en öðruhverju ættum við að geta slakað á spennunni og reynt að víkja frá okkur hræðslu og áhygjum. Reglulegar frístundir og tækifæri til þess að gleyma sér og ábyrgðinni eru varúðarráðstafanir, sem við eigum að framkvæma í þeim tilgangi að komast frekar hjá heilablóðfalli. Gleymum ekki hreyfing- unni. — Það er enginn vafi, að reglulegar hreyf- ingar og áreynsla veldur miklu um að halda æðun- um þenjanlegum og dregur mjög úr storknunar- hneigð blóðsins. Við eigum líka að gæta mataræðis- ins. Það dylst ekki, að heilablæðingar eru algengari hjá stríðöldu fólki. Meðan á fyrri og síðari heims- styrjöldinni stóð, fækkaði slagtilfellum mjög áber- andi í þeim löndum, sem matarskömmtunin var knöpp. Það gilti síður en svo um íslendinga. Þetta var til þess, að ýmsir framámenn í læknavísindun- um héldu fram þeim kenningum,að ákveðið nær- ingarefni eins og fitu-tegundir, sykur og fleira gætu átt sinn þátt í heilablæðingunum, að minnsta kosti er það óumdeilt núorðið, að það sé óholt og bein- línis hættulegt að vera feitur. Margir halda, að slagið boði endi allra athafna. Heilinn getur vitan- lega skaddast svo mikið, að það verði. En margir verða ekki svo illa úti. Ýmsir, sem hafa fengið slag, geta tiltölulega fljótt tekið upp starfsemi sína á ný og lifað nokkuð eðlilegu lífi. Aðrir geta með tiltölulega litlum frávikum lifað lífinu sem starf- andi, og hamingjusamir menn. Fyrsm vikurnar eftir slagið eru mjög þýðingarmikalr og geta ráðið úrslitum, hvort hægt er að koma sjúklingum inn á hinn rétta veg batans. 10 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.