Heilbrigðismál - 01.01.1969, Side 15

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Side 15
Afstaða fólks til krabbameins veldur oft öllu um það hvort það lifir sjúkdóminn af og læknast eða deyr úr honum, ef þau óhöpp bíða þess að fá hann. Sagan af frú Heather Macfarlan er gott dæmi þess hvað skynsamleg viðbrögð geta veitt mikla umbun. Frú Mcfarlan var skorin upp vegna krabbameins í brjósti, en þó sárið greri í seinna lagi, iðkaði hún sund örfáum vikum eftir að hún kom heim frá spítalanum. Ef fleiri gætu farið að dæmi frú Macfarlan þegar krabbameinið ógnar þeim, yrðu harmsögurnar af völdum þess færri. Og þannig segir hún sögu sína. Ég var víst öðrum betur sett frá upphafi með því að vera alin upp í hópi fólks, sem í voru læknar og hjúkrunarkonur. Öllum sjúkdómum sem við fengum var sinnt. Þeir voru ekki látnir draslast eftir- litslaust. Sá sem var veikur, eða með áhygjur af ein- hverju, leitaði læknis. Löngu áður en mér kom til hugar að ég fengi nokkurn tíma krabbamein, veitti ég athygli einu «f fræðsluritum krabbameinsfélagsins. Þar var vitnað í hvers konar hnúta og þykkildi, sem ekki mætti vanrækja. Eg man það allt svo greinilega. Einu ári seinna, eða um það bil, komu sömu að- varanir í sjónvarpskvikmynd. Það var rétt skömmu eftir það sem ég tók eftir þessu þykkni þegar ég var FRÉTTABRÉF UM HEII.BRIGÐISMÁL Fyrrverandi krabbameinssjúkl- ingur trúir á mátt frœðslunnar í steypubaði. Eiginlega var það fyrir ofan það svæði, sem konur almennt telja til brjóstsins. Hefði ég að- eins heyrt talað um hnúta, býst ég ekki við að ég hefði gert neitt veður útaf þessu, en ég mundi líka eftir þykkni úr fræðslupésanum. Innan tveggja daga var ég kominn til heimilislæknisins. Hann hélt því fram að þykknið kynni að vera bólga í brjóstkirtlinum og óskaði eftir að rannsaka mig aft- ur eftir vikutíma. Þegar ég kom aftur og engin breyting hafði átt sér stað, bað læknirinn um að tekið væri vefjasýni á spítaknum. Krabbameinið fundið. Ég sá á svip læknisins að honum leið ekki vel þegar ég og maðurinn minn komum 2 dögum seinna til að heyra árangurinn. En áður en hann gat sagt nokkuð, hrökk út úr mér: „Ég veit að ég er með krabbamein og það verður að gera eitthvað við því. Nú tökum við skellinn án þess að blikna". Hann spurði hvort við þekktum nokkurn lækni sem við óskuðum eftir að gerði uppskurðinn. Maðurinn minn sagðist þekkja einn eða tvo, en hann óskaði frekar að læknirinn gerði það sem hann sjálfur teldi bezt ef eiginkona hans væri með krabbamein í brjósti. Læknirinn hringdi og ákvað tíma fyrir mig á Peter Mac Collin spítalanum. Þegar ég kom þangað voru teknar af mér rönt- genmyndir, gerð blóðrannsókn og fleira þess háttar. 15

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.