Heilbrigðismál - 01.01.1969, Qupperneq 18

Heilbrigðismál - 01.01.1969, Qupperneq 18
um villuskoðunum verður að útrýma, því þær eru alioft hættulegar og hafa komið af stað mörgum langvarandi örlagaríkum harmleikum. Aður fyrr var oft erfitt og ógerlegt að sigrast á sjúkdómi þess- um, en síðan hin stórvirku fúkkalyf, sulfa og önn- ur kemisk efni komu til sögunnar, er þetta gjör- breytt og í langflestum tilfellum er sigurinn vís, bregðist hvorki læknirinn né sjúklingurinn skyldu sinni. Ekkert nema ræktun úr þvaginu er örugur mælikvarði á hvort sjúkdómurinn sé læknaður. Allar aðrar rannsóknir geta sýnt rangar niðurstöður og skapað falskt örygi, sem getur orðið alltof örlaga- ríkt. Nýlega héldu þýzkir læknar mikinn fund um nýrnabikara- og nýrnabólgu í Saltzuflen í Vesmr- Þýzkalandi. Þar var allt tínt til sem yfirleitt er vitað um sjúkdóminn og meðferð hans, og síðan gefin út bók sem skýrði frá öllu fundarefninu, er máli skipti. TÍMAMÓT HJÁ KRABBAMEINSFÉLAGI REYKJAVÍKUR frh. af hls. 6 Prófessor Níels Dungal var á þessum fulltrúa- fundi kosinn formaður Krabbameinsfélags íslands, en Alfreð Gíslason gerðist þá formaður Krabba- meinsfélags Reykjavíkur. Hér verða ekki rakin þau mörgu og heilladrjúgu störf, sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur vann undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þó er ekki hægt annað en minnast á tæki til röntgengeislunar, sem krabbameinsfélagið gaf Landspítalanum, er kostuðu stórfé, á mælikvarða þess tíma og voru af mjög full- kominni gerð miðað við það sem þá tíðkaðist. Þetta varð til þess að byggt var yfir röntgentækin, en að auki bætt allmiklu húsnæði við röntgendeild Land- spítalans, þannig að starfsaðstaðan þar varð allt önn- ur og betri en áður. Seinna færði Krabbameinsfélag Reykjavíkur Landspítalanum nokkra fjárupphæð til þess að krabbameinssjúklingar fengju forgangsrétt að pláss- um í Landsprtalanum bæði til geislalækninga og skurðaðgerða. Zapp, einhver þekktasti þvagfæra sérfræðingur fundarins, sagði í niðurlagsorðum ræðu sinnar, að svo fullkomnar umræður, sem þarna hefðu átt sér stað um nýrnabikara- og nýrnabólgur og sem svo mikill fjöldi lækna úr öllum greinum hefði sótt, ætti að hafa mjög örvandi áhrif í þá átt að sjúk- dómurinn yrði læknaður og fyrirbyggður. Hann taldi þær umræður, sem þarna hefðu farið fram mjög þýðingarmiklar fyrir hinn almenna lækni, sem í langflestum tilfellum er ábyrgur fyrir að finna sjúkdóminn og annað hvort að sjá um lækningu hans og langvarandi meðferð eða að sjá til þess að sjúklingurinn hljóti fullkomna, sérfræðilega með- ferð. Það væri æskilegt, sagði hann - mjög svo æskilegt, að sem allra flestir almennir Iæknar læsu þessa bók, og ef þeir gerðu það, mundi það spara miklum fjölda sjúklinga örorku og örkuml jafn- framt því að lengja líf þeirra að miklum mun. Fyrir atbeina Alfreðs var Almenna krabbameins- leitarstöðin stofnuð. Hún starfaði um nokkurt skeið á vegum Krabbameinsfélags Reykjavíkur, en síðar tók Krabbameinsfélag íslands við henni og rekur hana enn í dag. Það sem þegar hefur verið sagt sýnir hvernig spjall tveggja hugkvæmra manna varð kveikjan að stofnun krabbameinsfélaganna á íslandi, og allri þeirri baráttu sem þau hafa háð gegn k.abbamein- inu á undanförnum 20 árum. Ég er ekki viss um að margir hafi gert sér grein fyrir þessu, eða hvað þjóðin á þessum mönnum raunverulega að þakka, fyrir hugkvæmni þeirra og góða tilgang, auk þess sem þeir lögðu báðir af mörkum, um skeið, með störfum sínum í stjórn Krabbameinsfélags Reykja- víkur. Það ber að meta og þess skal geta sem vel er gert. Fréttabréfið færir þeim margfaldar þakkir á þessum trmamótum. Jafnframt vill það nota tækifærið ásamt stjórn Krabbameinsfélags íslands að færa núverandi stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur sérstakar þakkir fyrir glæsileg og árangursrík störf á undanförnum árum, sérstaklega ánægjulegt samstarf og hamingju- óskir á þessum tímamótum. 18 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.