Heilbrigðismál - 01.01.1970, Page 5

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Page 5
FRÉTTABRÉF um heilbrigðismál kom fyrst út um áramótin 1949 og 50. Það á því 20 ára afmæli um þessar mundir. Fyrsti ritstjóri þess og upphafsmað- ur var prófessor Níels Dungal. Hann annaðist út- gáfu þess í 8 ár. Baldur Johnsen læknir tók næst við ritstjórn þess og sá um hana til ársloka 1964 að núverandi ritstjóri og ábyrgðarmaður tók við því. í byrjun kom fréttabréfið út á vegum Krabba- meinsfélags Reykjavíkur, en þegar Krabbameins- félag íslands var stofnað, 27. júní 1951, tók það við útgáfunni. í fyrsta tölublaði fréttabréfsins segir próf. Dungal meðal annars í ávarpi sínu til lesenda: „Með þessu bréfi er Krabbameinsfélag Reykjavíkur að gera tilraun til að halda uppi heilbrigðisfræðslu meðal almennings. Því heyrist oft fleygt, að læknar séu of tómlátir um að fræða fólkið og því ber ekki að neita, að sumir læknar virðast vera þeirrar skoðunar, að almenningsfræðsla um læknavísindi sé aðeins til ills eins vegna þess, að hún verði hvort sem er aldrei nema nasasjón og að lítil þekking sé venjulega verri en engin. Vér, sem að þessu bréfi stöndum, höldum hinsvegar, að lítil þekking sé betri en engin og vilj- um því ekki láta vort eftir liggja til að fræða fólkið um ýmsa hluti, sem varðað geta heilsu og hreysti FRETTABREF UM HEILBRIGBISMAL 3

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.