Heilbrigðismál - 01.07.1970, Side 14

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Side 14
Hvernig líkaminn verndar heilsuna Stytt grein úr „Todays Health". Gefið út af ameríska læknafélaginu. Greinin er eftir Rudth Edward Brecher: Frægur læknir komst einhvern tíma svo að orði: „Það eru ekki sjúkdómarnir, heldur er það heilsan, sem er mest allra leyndardóma lækn- isfræðinnar". Hvern einasta dag ráðast billjónir sýkla á líkama yðar og margir þeirra valda iðulega sjúkdómum og jafnvel dauða. Heilsa yðar er samt sem áður prýðileg. Óteljandi f jöldi sýkla heldur innreið sína í líkamann daglega með fæðunni, sem er neytt og loftinu, sem er and- að að sér, eða beint í gegnum húðina. Þó eruð þér heilbrigður. Sumir sýklar hafa fasta bú- setu í munni yðar og nefi, hálsi eða innyflum, þar sem þeim fjölgar ævintýralega. Samt sem áður eruð þér hraustur. Hvað er það sem verndar yður gegn þessum endalausu árásum sýkla og veira. í tugi ára hafa vísindamenn smám saman verið að gera sér grein fyrir þessu. Þeir segja að heilsa yðar sé vernduð af snilldarlegum vörnum, er leynast í djúpinu, sem samfelldar fylkingar varnarherja, sem eru við því búnir að verjast innrásum. Hugs- um okkur til dæmis að smárykkorn mettað sýklum fljúgi upp í augað. Sennilega er ekk- ert að óttast. Augað er síbaðað tárum og í þeim er efni, banvænt sýklum, sem nefnist lysozyme. Það er svo magnað, að eitt tár þynnt með tveim lítrum af vatni nægir til FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 14

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.