Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 6
nautnalyf almennt, sem ég ætlaði að ræða
um að þessu sinni. Ég vel mér að umtalsefni,
þá stund sem eftir er, það, sem mörgum mun
þykja hvað leiðast að heyra og kalla allt slíkt
málæði nöldursamra sérvitringa, sem aldrei
megi sjá fólk í friði fyrir afskiptasemi af því,
sem þeim komi ekki skapaðan hlut við, reyk-
ingarnar. Þeir segja að fólk eigi að fá að lifa
sínu eigin lífi frjálst og óbundið án íhlutunar
slíks leiðindalýðs, sem ekki hefur neitt þarf-
ara sér til dundurs en að reyna að hræða líf-
tóruna úr saklausu fólki, sem ekki hefur gert
neitt annað eða meira af sér en að fá sér
sígarettu til að draga hugann frá áhyggjum og
argaþrasi og draga andann rólega stund og
stund.
En samt fer nú stundum svo, að sumum
þykir gott að leita á náðir þessara sérvitringa,
læknanna, þegar reykingarnar eru búnar að
leiða þá út í slíkar ógöngur, að undir hælinn
er lagt, hvort yfirleitt verði sloppið út úr þeim
eða nokkru borgið.
Við vitum ýmislegt um áhrif tóbaksreyk-
inga, en hverei nærri nóg til þess að geta
gert nokkra fu'lnæejandi erein fyrir þeim.
Og það er il't að verða að hrella reykineafólk
með því, að bað sem við vitum er allt illt en
ekkert gott. Þó er tóbakið eitt af bví sem all-
ur heimurinn sækist eftir og vill með engu
móti vera án. Þeear við spvrium sjálf okkur
og aðra, hvernig á bví standi að maðurinn
sækist svo miöe eftir því, sem spillir lífi hans
oe heilsu, verður flestum erfitt um svör.
Vegna þess, að krabbameinsfé'öein hafa
að Iangmestu leyti staðið fyrir fræðslunni um
skaðsemi revkinga á undanförnum árum, hef-
ur nánast öll áherda verið lögð á bátt beirra
í Iungnakrabbanum, þar sem varnir gegn
krabbameini eru fyrst og fremst hlutverk
krabbameinsfélaganna.
Þar sem ég geri ráð fyrir, að bið hafið heyrt
svo mikið um þátt sígarettureykinga í lungna-
6
krabbanum, ætla ég að minnast á nokkra aðra
þætti úr frægðarsögu sígarettunnar, sem
minna hafa verið ræddir hingað til.
Má þar fyrst minnast á skemmdir, sem þær
valda á æðakerfinu og hjartanu. Eitt af því,
sem snemma var tekið eftir þegar menn
reyktu, var samdráttur æðanna, því meiri,
sem lengur og ákafar var reykt og styrkleiki
tóbaksins kom þar einnig til greina.
Þegar slagæðarnar dragast saman og
þrengjast, á blóðið erfiðara með að streyma
Iétt og eðlilega gegnum Þær. Hjartað verður
þannig að yfirvinna aukinn þrýsting; álag
dælustarfseminnar eykst að miklum mun.
Þetta þreytir hjartað og ofbýður því þegar til
lengdar lætur. Onnur áhrif tóbaksreyksins á
æðarnar eru þau, að flýta fyrir útfellingum í
æðaveggina sem mynda þar þykkni og kalka
síðan og þar með er hin alkunna æðakölkun
komin til skjalanna. Kransæðar hjartans verða
oft hart úti af þessum sökum. Kalkaðar æðar
verða stökkar með tímanum og hættir þá til
að springa eða rifna og lokast með öllu, þegar
koma b'æðincar inn í þær og mynda storkur,
oft ásamt blæðingum inn í hjartavöðvann.
Við Iokun kransæðar fær hluti hjartavöðvans
ekki lensur sína lífsnauðsynlegu næringu.
Þetta veldur skemmdum á hjartanu, sem
aldrei geta batnað að fullu, og stundum
skyndileeum dauða.
Æðaskemmdir í fótum myndast fyrr af
reykingum en margan grunar, lengi geta bær
þó verið Iítt áberandi og hægfara, en þó farið
svo, að Iokum, að blóðrásin til fótanna verði
alls ófullnægjandi og æðarnar lokast svo að
myndast drep í tám, eða jafnvel upp á fótlegg.
Þá er ekki annars úrkosta en að taka fótinn
af.
Þegar æðaveggir taka að rifna út frá fitu-
skemmdum og kölkunum, myndast blæðing
á staðnum, og stífla í æðinni við storknun
blóðsins. Þessir blóðkekkir geta losnað og
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL