Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 16
I Evrópu og Ameríku er þessi sjúkdómur víðast 6-8 sinnum algengari hjá karlmönn- um en konum. Á íslandi er nú svo komið, að lítill munur er á tíðni sjúkdómsins hjá körlum og konum, þar sem aukningin hefur verið meiri meðal kvenna síðustu árin. Ekki veit ég, hvort íslenzka kvenþjóðin reykir tiltölulega meira eða hefur hafið reyk- ingar fyrr en konur í öðrum löndum. Rétt er þó að taka skýrt fram, að krabba- mein í lungum er alls ekki útilokað meðal þeirra sem reykja lítið eða alls ekki. Einnig þeir verða því að vera vel á verði gagnvart sjúkdómnum. í lungum koma einnig fyrir góðkynja æxli, sem geta valdið sams konar einkennum og krabbamein, en brottnám þeirra er auðvelt og bati varanlegur. Séu þau ekki tekin, geta þau þó breytt um vaxtareðli og tekið til að haga sér eins og illkynja æxli. Það gildir sama með krabbamein í lungum og öðrum líffærum, að stundum geta meinin náð töluverðri stærð án þess að valda nokkr- um einkennum. Einnig kemur það fyrir, að fyrstu einkennin eru ekki frá lungum heldur frá meinvörpum, sem komin eru í önnur líf- færi. Meinvörp í heila geta t. d. orsakað sömu einkenni og æxli, sem myndast frá heilavef. Algengustu einkenni lungnakrabba eru hósti, uppgangur, mæði, blóðhósti eða blóð í hráka, hiti, verkur, lystarleysi, slen og megr- un. Nú er það svo, að hósti og uppgangur er mjög algengt fyrirbæri hjá þeim sem mikið reykja, án þess að þeir séu komnir með krabbamein í lungun, þar sem miklar og lang- varandi reykingar orsaka oft og tíðum aðra sjúkdóma í lungum. Nægir þar að nefna langvinnt lungnakvef (bronchitis) og lungnaþan eða lungnaþembu. Báðir þessir sjúkdómar, sem eru algengir meðal stórreykingamanna, geta með tímanum eyðilagt lungu manna og einnig orsakað al- varlegar skemmdir á hjarta. Þessir sjúkdómar eru því lífshættulegir, enda þótt þeir séu ekki eins bráðdrepandi og lungnakrabbi. Þeir gera hinsvegar fórnarlömbin óvinnufær og nán- ast ósjálfbjarga árum eða áratugum saman. Blóðhósti, eða TSlóðlitaður uppgangur, er sjaldgæfur sem fyrsta einkenni og er það mið- ur, því að sjúklingar leita venjulega læknis undir eins og þeir verða varir við blóð í upp- gangi, sem þannig gæti flýtt greiningu sjúk- dómsins. En eins og síðar verður vikið að, þá getur það skipt sköpum, að krabbamein hvort sem það er í lungum eða öðrum líffærum, sé greint sem fyrst og sjúklingarnir fái tafarlausa meðferð. Ef æxlið fær að vaxa óáreitt verður blóð- hósti algengur síðar í sjúkdómnum. Verkur er mjög mismunandi allt frá seyðingsverk og í sáran takverk, sem oft þýðir, að æxlið er vaxið út í brjóstvegginn eða komin eru meinvörp í bein. Lugnabólga er algeng, jafnvel sem fyrsta einkenni. Er þá oftast um það að ræða, að æxlið hefur valdið meiri eða minni stíflu í þeirri lungnapípu sem það vex í. Myndast þá loftlaust svæði frá stíflunni og út að yfirborði lungans, þar safnast saman slím, sýklar ná yfirhöndinni og valda bólgu. Þessi bólgueinkenni hverfa þó oft, ef gefin eru sýklaeyðandi lyf og sjúklingurinn virðist albata. Fái hann hins vegar lungnabólgu á ný nokkrum vikum eða mánuðum síðar eða bati er óeðlilega hægfara þá verða læknar að vera vel á verði og rannsaka sjúklinginn með til- liti til þess, að um æxli gæti verið að ræða. Mæði er ekki algeng í byrjun sjúkdómsins, en verður það oft síðar. Stafar hún af bólgum, stífluðum lungnapípum, útbreiðslu æxlisins í 16 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.