Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 13
í öðrum flokknum, eitlasjúkdómunum, horfir öðruvísi við en í blóðkrabba, því sjúk- dómurinn getur verið bundinn við takmörkuð svæði. Ef svo er, er geislun alltaf notuð fyrst. Hún gefur tvímælalaust betri árangur en lyfin og er á seinni tímum talið víst, að unnt sé að lækna endanlega nokkurn hluta þeirra, sem hafa staðbundinn sjúkdóm. Það er einmitt í þessum sjúkdómum, sem nýja Cobolt tækið gefur hvað bezta raun. Engin dæmi munu vera til um endanlega lækningu með lyfjum, og því eru þau aðeins notuð í þeim tilfelium, þar sem sjúkdómurinn hefur náð meiri útbreiðslu en svo að unnt sé að beita geislatækjum, eða þegar æxli kemur aftur fram á stað, sem áður hefur fengið fulla geislameðferð, þar sem ekki er unnt að geisla sama svæðið tvisvar. Beztur árangur hefur fengizt með því að nota mörg lyf saman, 3-4 í stuttum kúrum með 10-30 daga hléi á milli. Sem dæmi um árangur get ég nefnt niður- stöður úr grein í Brit. Med. Journal frá því í júlí 1970. Þar var fjallað um einn sjúkdóm í þessum flokki, Hodgkin’s sjúkdóm. Af 7 sjúklingum, sem enga meðferð höfðu áður fengið, hurfu öll einkenni um sjúkdóm hjá 6 eða 86%. Ef geislameðferð hafði áður verið gefin, fékkst sambærilegur árangur hjá heldur færri eða 79%, en hjá aðeins 35% þeirra, sem áður höfðu fengið lyfjameðferð. Er þetta í sam- ræmi við reynslu manna yfirleitt, að árangur verður þeim mun verri, sem oftar hafa verið notuð lyf. Því miður má ekki túlka þessar tölur á þann veg, að þetta fólk sé að fullu læknað, því reynslan sýnir, að svo er ekki. Fyrr eða síðar kemur sjúkdómurinn aftur fram á ný þrátt fyrir viðhaldsmeðferð. Eigi að síður er hér um verulegan ágóða að ræða, því ævi- skeiðið lengist töluvert og fólkinu líður betur, en hópnum hefur enn ekki verið fylgt eftir FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL nógu lengi, til þess að endanlegar upplýsing- ar um æviskeið liggi fyrir. I þriðja hópnum, þeim sem eru með krabbamein eða carcinoma, er frummeðferð- in oftast skurðaðgerð ýmist með eða án eftir- farandi geislameðferðar. Komið getur þó fyrir, að sjúkdómurinn hafi náð slíkri út- breiðslu, þegar læknir fyrst sér sjúkling, að skurðaðgerð komi ekki til greina og verður þá að grípa til geisla eða lyfjameðferðar eða beggja. Þá hefur og komið í ljós, að árangur lyfja- meðferðar á svokölluðu choriocarcinoma, sem er krabbamein í legi kvenna út frá þungun, er svo góður, að ekki þykir lengur ástæða að framkvæma skurðaðgerð fyrst. Lyfjameðferð með geislameðferð hefur og verið notuð með góðurn árangri á undan skurðaðgerð, auk þess sem lyf eru gefin strax eftir aðgerð, hjá börnum með sérstaka tegund af krabbameini í nýrum. í flest öllum öðrum tilvikum er lyfjameðferð notuð á eftir skurð- aðgerð vegna frekari útbreiðslu sjúkdómsins, sem ekki hefur tekizt að hefta með geislum, eða að sýnt þyki, að þeir muni ekki koma að gagni. Ef undan eru skilin fyrrnefnd krabbamein hjá konum, sem flest læknast alveg með lyfj- um og krabbamein í nýrum barna, Wilm’s tumor, er enn ekki unnt að útrýma krabba- meini með lyfjum. Þá verður að viðurkennast, að árangur er fremur lélegur, þar sem þeir eru enn töluvert fleiri, sem ekki fá sjáanlegan (objectivan) ágóða að lyfjameðferð, en þótt ekki sé hægt að greina marktæka minnkun á æxli, má oft fá betri líðan um tíma. Nokkuð erfitt getur verið að meta árangur, og eru regl- ur þær, sem menn hafa sett sér við matið nokkuð mismunandi og því að vænta nokkurs mismunar á skráðum árangri. Algengt er, að menn telji það góðan árangur, ef æxli minnk- frh. á bls. 24 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.