Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 22
Ef íhugað er nokkru nánar hvernig leg- hálskrabbamein byrja að vaxa, þá er frum- stigið svonefnt staðbundið krabbamein. Á því stigi kemur meinið fram sem þykknun og óregla í slímhúðinni, og er algjörlega bundin við yfirborð og gengur hvergi niður í undir- liggjandi vefi. Talið er að æxlið haldi sig á þessu stigi að meðaltali í 10 ár, stundum leng- ur, stundum skemur Náist til meinsins á þessu stigi á að vera unnt að lækna það í öll- um tilfellum. Á þessu stigi veldur meinið ekki sjúkdómseinkennum, sem konan verður vör við, hins vegar má finna það með áður- nefndri frumurannsóknaraðferð. Aðferð þess- ari er nú beitt við fjöldarannsóknir á konum víða um heim, og miða þær að því að upp- götva meinið á fyrsta stigi, sem staðbundið krabbamein, þannig að unnt sé að ná algjör- lega fyrir rætur þess. Sé meinið lengra gengið þegar það upp- götvast, þ. e. a. s. að það sé farið að vaxa ífar- andi niður í undirliggjandi vefi, minnka líkur á fullkominni lækningu og því meir sem meinið er dýpra vaxið. Það er á þessum síðari stigum, sem æxlin valda einkennum svo sem óreglulegum blæðingum, blóðugri útferð eða annarskonar útferð úr leggöngum og verkj- um. Sé æxlið farið að valda slíkum einkenn- um er mjög mikilvægt að konur dragi ekki að leita læknis, því líkur fyrir fullkominni lækn- ingu eru því meiri sem lækning er fyrr hafin. Leghálskrabbamein er þriðja algengasta tegund krabbameins með konum hérlendis, en algengara er brjósta- og magakrabbamein. Borið saman við nágrannalönd okkar, til dæmis hin Norðurlöndin, þá er þessi tegund krabbameins algengust í Danmörku, en fátíð- ust hér á landi. Með fjöldarannsóknum svip- uðum þeim, sem áður var á minnzt ætti að vera möguleiki á því að finna flestar ef ekki allar þær konur, sem hafa krabbamein í leg- hálsi á byrjunarstigi og lækna þær að fullu. í þessum tilgangi hefur Krabbameinsfélag fslands starfrækt Leitarstöð B frá 30. júní 1964. Leitin byggir fyrst og fremst á frumu- rannsóknaraðferðinni, en einnig er þar fram- kvæmd venjuleg læknisskoðun. Um starfsemi stöðvarinnar hefur verið skrifað í Læknablaðið og einnig í erlend læknisfræðirit. Það sem hér verður sagt um starfsemina er byggt á ritgerðum þessum svo og persónulegum upplýsingum frá yfirlækni leitarstöðvarinnar, frú Ölrnu Þórarinsson. í upphafi var leitin fyrst og fremst bundin við Reykjavíkursvæðið og var öllum konum bú- settum á þessu svæði, sem voru á aldrinum 25-60 ára, send bréf og þeim boðið að koma til þessarar rannsóknar, sem yrði þeim að kostnaðarlausu. Síðar var konum á aldrinum 60-70 ára bætt við. Rannsóknin er í því fólg- in að fyrst er tekin sjúkrasaga, síðan fram- kvæmd læknisskoðun og um leið tekið frumu- sýni. Tekið skal fram að rannsókn þessi er svo til algjörlega óþægindalaus. Af þeim konum sem bréf fengu í fyrsta sinn mætti helmingur. Þeim sem ekki komu var skrifað að nýju og jókst þá mætingarpró- sentan upp í 73%. Má það heita nokkuð gott miðað við reynslu annars staðar frá, en ekki nógu gott samt, því að takmarkið er að fá allar konur á því svæði, sem tekið er fyrir hverju sinni til að mæta. Á fyrsta starfsárinu voru rannsakaðar 7390 konur af Reykjavík- ursvæðinu og 641 utan af landi. Eftir þriggja ára starfstíma höfðu verið rannsakaðar í fyrsta sinn 17250 konur á öllu landinu, þar af 13432 í Reykjavík. Á síðari árum hefur starf- semin náð til æ fleiri svæða utan Reykjavík- ur og hefur skapazt náin samvinna milli Leit- arstöðvarinnar í Reykjavík og lækna í hinum ýmsu héruðum landsins. Hafa krabbameins- félögin úti á landi veitt mikilsverðan stuðn- ing í þessu starfi. I upphafi starfaði á vegum Leitarstöðvarinnar 7 manns, læknar, hjúkr- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 22

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.