Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 19
svo mjög, að reykingar skuli vera svona al- gengar meðal ungmenna í því þjóðfélagi sem við nú lifum í, þjóðfélagi þar sem meira en helmingur hinna fullorðnu reykir og hömlu- litlar eða hömlulausar skemmtanir eru í há- vegum hafðar og auraráð unglinganna einatt alltof frjáls. Ég álít að þeir fullorðnu hafi ekki verið unglingunum góð fyrirmynd í þessu efni, og að ekki hafi verið nægjanlega mikið gert til þessa að skýra ungum sem öldn- um frá hættum þeim, sem stafað geta af reyk- ingum. Má vera, að eitthvað hafi dregið úr reyk- ingum síðustu árin, en þó er það einróma álit þeirra, er nánast þekkja til, að reykingar barna og unglinga sé hér, sem annars staðar orðið alvarlegt þjóðfélagsvandamál og því skjótra úrbóta þörf. í stuttu máli: Lungnakrabbi er geigvænlegur sjúkdómur. Tíðni þessa sjúkdóms hefur aukizt mjög hér á landi, sem annars staðar. Það er nú sannað, að lungnakrabbi stafar oftast af reykingum. Reykingar valda einnig fjölmörgum öðrum lífshættulegum sjúkdóm- um. Það er auðveldara en flestir halda að láta af reykingum með öllu, ef viljinn er fyrir hendi. Öðrum er unnt að hjálpa á ýmsan hátt til þess að ná þessu marki. Það er einhlítt, að fræðslu um skaðsemi reykinga verður að stórauka og hún skal haf- in strax og börn hefja skólagöngu, til að reyna að forða ungmennum frá þessu böli. í Ameríku hafa nokkur líftryggingafélög lækkað iðgjöld þeirra, sem aldrei hafa reykt eða hafa látið af reykingum, þar sem skýrslur sýna að æviskeið þeirra er töluvert lengra heldur en hinna sem reykja. Þar í landi hafa 9 milljónir hætt reyking- um á undanförnum árum. Við ráðum nú þegar yfir rannsóknaraðferð- um, sem gera kleift að greina krabbamein í lungum í langflestum tilfellum. Því fyrr sem sjúkdómurinn er greindur, þeim mun meiri er vonin um varanlegan bata af skurðaðgerðum. Lyfja- og geislameðferð veita nokkra fróun, en lækna ekki sjúkdóm- inn. Með fjöldarannsóknum væri kleift að finna lungnakrabba á byrjunarstigi hjá þeim sem ennþá eru einkennalausir, og ef aðgerðir eru framkvæmdar án tafar, er vonin um var- anlegan bata margfalt meiri. Efni: Bjarni Bjarnason: Bjarni Bjarnason: Sigmundur Magnússon: Hjalti Þórarinsson: Ólafur Bjarnason: Sir George landlæknir Englands í heimsókn á íslandi • 3 Sóknin í það, sem sízt skyldi • 4 Lyfjameðferð við illkynja sjúkdómum • 9 Krabbamein í lungum • 14 Krabbameinsvarnir • 20 Stórgjöf til Krabbameinsfél. fslands • 25 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.