Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 14
Krabbamein í lungum
Hjalti Þórarinsson, yfirlceknir
ÁnÁMSÁrum mínum í læknadeild Háskóla
íslands fyrir röskum tveim áratugum, sá ég
aðeins einn sjúkling með lungnakrabba. Minn
ágæti kennari, Jón heitinn Hjaltalín prófessor,
sagði mér að skoða þennan sjúkling vel, því
að óvíst væri, að ég sæi þennan sjúkdóm oft á
mínum læknisferli. Því miður urðu þetta ekki
orð að sönnu. Á þeim tæpum tveim áratugum,
sem ég hefi starfað sem læknir hefi ég séð
mörg hundruð sjúklinga með lungnakrabba.
Um síðustu aldamót var krabbamein í
lungum mjög sjaldgæfur sjúkdómur og hvergi
algengari en 2—4% illkynjaðra æxla.
Á öðrum og þriðja tug aldarinnar jókst
tíðni krabbameins í lungum verulega í fjöl-
mörgum menningarlöndum.
Vafalítið stafaði eitthvað af þessari aukn-
ingu af betri greiningu sjúkdómsins, en annað
hlaut þó að koma til.
Er nú svo komið, að í mörgum löndum er
tíðni þessa alvarlega sjúkdóms orðin marg-
föld við það sem hún áður var.
f Bretlandi t. d. og víða í Bandaríkjum
Norður-Ameríku er lungnakrabbi orðinn al-
14
gengasta krabbameinið og er 25-30 hundr-
aðshlutar ailra illkynjaðra æxla. f Finnlandi
er lungnakrabbi einnig mjög algengur.
Hér á fslandi hefur þessi sjúkdómur farið
mjög í vöxt, enda þótt ekki sé ennþá um sömu
tíðni að ræða og þar sem hann er algengastur
erlendis.
Á árunum 1931-1954, þ. e. a. s. á 24 ár-
um, fundust aðeins 34 sjúklingar hér á landi
með lungnakrabba.
Á árabilinu 1955-1968 fundust hinsvegar
um það bil átta sinnum fleiri sjúklingar eða
alls 264 á aðeins 14 árum. í Bretlandi og
Bandaríkjum Norður-Ameríku hófu vísinda-
menn rannsóknir á orsökum og eðli lungna-
krabbans fljótt eftir að tíðni sjúkdómsins jókst
verulega. Síðustu áratugina hafa fjölmörg
önnur menningarlönd lagt sitt af mörkum á
því sviði.
Þessar rannsóknir hafa leitt til þess, að nú
má telja sannað, að reykingar og þá einkum
vindlinga- eða sígarettureykingar geta valdið
ákveðnum tegundum krabbameins í lungum
og fullyrða margir vísindamenn á þessu sviði,
að 80-85% lungnakrabbans orsakist af reyk-
ingum. Vindla- og pípureykingar eru álitnar
hættumihni.
Þess má þó geta, að það eru fjölmörg efni
auk tóbaksins, sem vísindamenn hafa illan bif-
ur á, eða hafa sannað að geti valdið lungna-
krabba. Má þar til nefna arsen, krómsölt,
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL