Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 5
tekur, virðist öðrum fremur geta öðlast það,
sem kallað er hamingja. Hver uppfyllt krafa
hins ofdekraða elur af sér nýjar þarfir og nýj-
ar kröfur, og þannig koll af kolli, þar gildir
sama og um þursann: þegar eitt höfuð var
höggvið af uxu þrjú í staðinn.
Þegar lífsviðhorfum mannsins er svona
háttað, kemur að því að hann leitar allra til-
tækra ráða, að skapa sér einhvern frið, ein-
hverja fróun við þeirri órósemi sem hann
sífellt þjáist af, ásamt stöðugri spennu og
uppnámi. Þá koma taugalyfin til skjalanna og
svefnlyfin, þegar friðleysið brennur í heila og
huga, nótt sem nýtan dag.
Sumum gefur þetta fró um stund, en kapp-
hlaupið og afbrýðisemin í annarra garð eru
harðir og miskunnarlausir húsbændur í vel-
ferðarríkjunum, þar veitist enginn stundleg-
ur friður. Allir verða að vera á verði til að
fá sem stærstan og mestan skækil af skinninu
sem ríkið breiðir fyrir þá og allir toga í.
Friður og hamingja á sér engan stað í landi
starfsmatsins þar sem síbreytilegur tilflutn-
ingur fólks stalla upp og stalla niður á sér
stað. Yfirdrifin umsjá ríkisvaldsins er örugg-
asta ráð, sem fundið hefur verið upp til að
skapa ríkt þjóðfélag með geysilegum fram-
kvæmdum, tækniþróun og lífsþægindum, en
jafnframt vansæla og óhamingjusama þegna.
Engin taugalyf, hversu stórvirk og stórkostleg
sem þau eru, duga lengur í þessum heimi
eilífra vandamála og andlegrar vanheilsu.
Fólkið er síleitandi að einhverju, sem veiti því
þó ekki sé nema stundarró. Börnin sem alast
upp við sífellda óánægju, öryggisleysi og
kapphlaup hinna fullorðnu um peninga og
imynduð lífseæði eru engu betur farin en
fullorðna fólkið. Sálir þeirra verða eins og
kvika, þegar engin styrk og örugg hönd má
vera að því vegna kapphlaupsins mikla, að
leiða þau hlýlega en ákveðið sér við hönd,
svo að þau læri að skynja mismun góðs og
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐrSMÁl.
ills. Ekkert þjakar barni eins og að skilja það
ekki, og oft er það upphaf ævilangra lasta og
ógæfu.
Fyrst maðurinn er sjálfum sér svo ónógur
væri vafalaust gott ef tækist að finna upp lyf,
sem gæti skapað með honum innri frið, ham-
ingju og ánægju með hlutskipti sitt, án þess
að hann missti nokkurs í af sinni jákvæðu at-
hafnaþrá, framtakssemi, lífsþreki og vilja til
að láta gott af sér leiða fyrir sjálfan sig, sína
og þjóðfélagið. Slíkt lyf er ennþá ófundið,
þótt ýmsir hafi haldið sig vera á sporinu eftir
því, hefur árangurinn jafnan orðið hinn
hörmulegasti þegar til kastanna kom. Mörg
þeirra sem dreift hefur verið um heiminn
hafa reynzt hin skæðustu ávanalyf, sem hafa
valdið miklu böli meðal f jölda fólks.
Hamingjan hefur aldrei fallið neinum í
skaut fyrir áhrif nautnalyfja eða fýknilyfja.
Mörg gefa þau stundarfrið, einhvers konar
gleði eða sælukennd, en sú paradísarvist stend-
ur ekki lengi og hefnd þeirra á neytendum er
grimmileg. Ekkert nautna eða deyfilyf hefur
látið dómgreind og vitsmuni mannsins, sem
neytti þess að nokkru marki, óskerta. Það
gildir einu hvort það er hash, marjuana, hero-
ín, morfín, ópíum, kókaín, LSD, eða hvað
það nú allt nefnist. Andleg og líkamleg
hrörnun hefst þegar, þó í smáum og jafnvel
ógreinanleeum stíl sé í fyrstu, ásamt afskræm-
ingu sálarlífsins. Það gildir einu hvert bess-
ara lyfja á í hlut, þau eru öll sama markinu
brennd, aðeins misjafnleiia stórvirk os hrað-
virk, sama hvort þau kallast hash eða eitthvað
annað. Hið hörmuleea hefur bó skeð. að ein-
stakir þekktir vísindamenn hafa látið hafa
eftir sér að svo sé ekki um hashið É<r skil
ekki hvaðan þeim kemur slík vitneskia. Allir
vísindamenn og Iæknar, sem vilja vita hið
rétta, er kunnugt um. að betta er e’æpsamleg
blekking. hvað sem að baki henni býr.
En það voru ekki fyrst og fremst eitur og
5