Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 18
tækt — vaxið út fyrir lungað eða komið er út-
sæði í önnur líffæri. Margir þessara sjúklinga
hafa haft einkenni lengi, sem hefðu auðveldað
greininguna, ef þeir hefðu leitað læknis og
verið rannsakaðir gaumgæfilega.
Vísindamenn um allan heim leita stöðugt
að lyfi, sem gæti eytt krabbameini, án þess
að skaða heilbrigða vefi líkamans. Ennþá hef-
ur þetta ekki tekizt, hvað lungnakrabba
snertir. Röntgengeislar lækna heldur ekki
krabbamein í lungum, en draga oft úr vaxtar-
hraðanum. Þar með geta þeir veitt nokkra
fróun, ef um mikla verki er að ræða. Ýmis
lyf eru notuð í sama skyni.
Ég gat þess áðan, að oft liði langur tími frá
því sjúklingar fá einkenni og þar til þeir kom-
ast í hendur skurðlækna. Með því að fræða
almenning um einkenni og gang sjúkdómsins
ætti að vera kleift að stytta þennan hættulega
biðtíma.
Ýmsir eru á móti því, að rætt sé eða ritað
fyrir almenning um krabbamein, þar sem það
kunni að valda óþarfa hræðslu og hugarangri.
Ég er á annarri skoðun.
Ég álít nauðsynlegt að fræða almenning
sem bezt um krabbamein, ekki sízt þær teg-
undir þess, sem unnt er að forðast að verulegu
leyti eða alltað því útrýma með breyttum lífs-
venjum.
Á ég hér við lungnakrabba, en svo sem
áður er getið þá er líklegt, að 80-85% þeirra
sem nú fá þennan sjúkdóm hefðu ekki orðið
honum að bráð, ef þeir hefðu aldrei reykt.
Hættan á að fá lungnakrabba eykst mjög,
og þeim mun meira, sem reykt er daglega og
lengur að árum.
Áhættan minnkar aftur, ef dregið er úr
reykingum, en einkum þó sé þeim hætt með
öllu.
Ég gat þess áður, að tíðni lungnakrabba
hefur aukizt mikið hér á landi og rannsóknir
sýna, að þessi aukning kemur 20-25 árum
eftir að reykingar jukust stórlega, en á tíma-
bilinu 1910-1949 rúmlega hundraðfaldaðist
vindlinganeyzla hér á landi. Vafalítið er or-
sakasamband þarna á milli, enda er hér ekki
til að dreifa öðrum þekktum orsökum þessa
sjúkdóms.
Árið 1964 kom út hin fræga bók „Reyk-
ingar og heilsufar" á vegum landlæknis
Bandaríkjanna. Inntak þeirrar bókar var nið-
urstöður fjölmargra rannsókna á skaðsemi
reykinga.
Þar kom skýrt fram, að reykingar valda
ekki aðeins lungnakrabba heldur var einnig
krabbamein í vör, munnholi, vélinda, maga,
nýrum og þvagblöðru mun algengara hjá stór-
reykingamönnum heldur en þeim sem lítið
reyktu eða ekki. Þá valda og reykingar stór-
aukinni tíðni hjarta og æðasjúkdóma.
Áhrifa þessara upplýsinga og staðreynda
gætti um allan hinn siðmenntaða heim. Reyk-
ingar minnkuðu mjög mikið, en aðeins um
stundarsakir. Með endurteknum eða stöðug-
um áróðri gegn reykingum hefur þó góðu
heilli tekizt í Bretlandi, Bandaríkjunum og
víðar að koma vitinu fyrir þó nokkurn fjölda
reykingamanna, sem hafa látið af reykingum
með öllu.
Árið 1959 og 1962 voru kannaðar reyk-
ingavenjur barna og unglinga í nokkrum skól-
um hér í höfuðborginni. Þessar athuganir
leiddu í Ijós, að tíundi hver tíu ára drengur
reykti, 15.4% tólf ára drengja og 54.8%
þeirra pilta sem náð höfðu 17 ára aldri. Af
17 ára stúlkum reyktu 19-5%. Þessar háu töl-
ur héðan hafa vakið furðu á læknaþingum er-
lendis.
Bandarísk skýrsla frá 1968 sýndi, að þar í
landi reyktu þó ekki nema 37.6% 18 ára
pilta og 21.9% stúlkna á sama aldri. Engu að
síður þóttu þetta óhugnanlegar staðreyndir
þar í landi.
Það ætti hins vegar ekki að undra okkur
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
18