Heilbrigðismál - 01.07.1971, Blaðsíða 7
flutzt til lungna, heila og fleiri líffæra, stíflað
þar æðar og valdið þar lífshættulegum
skemmdum og í nær öllum tilfellum alvarleg-
um truflunum á heilsu sjúklingsins.
Enn eitt af mörgu ótöldu, sem sannast hef-
ur á seinni árum, er, að stórreykingamönnum
hættir miklu meira til að fá blöðrukrabba en
gerist meðal fólks, sem ekki reykir. Þá er
einnig uppvíst að reykingar hafa ill áhrif á
æðar nýrnanna og flýta oft fyrir alvarlegum
nýrnasjúkdómum.
Einn algengasti sjúkdómur, sem tóbaks-
reykingar eiga þátt í að magna og eiga oft
einar sök á, er langvinnt lungnakvef (bron-
chitis chronica). Tæpast nokkur maður, sem
reykir til lengdar sleppur við þennan sjúkdóm,
þó verður hann misjafnlega alvarlegur eftir
mótstöðuafli hvers og eins. Upp úr langvinn-
um bronchitis kemur svo lungnaþemba. Af
sífelldum hósta ofreynast og ofþenjast lung-
un, teygjanleiki vefjanna minnkar og hverfur,
skilveggir lungnablaðranna rifna og við það
getur mikill fjöldi þeirra sameinazt í poka
fyllta slími og óhroða sem erfitt er að ná upp,
vegna þess að lungun eru orðin lömuð og
bifháraþekja þeirra, sem sópar upp úr þeim
öllu sem þar á ekki heima, sé hún heilbrigð,
er einnig orðin lömuð af tóbaksreyknum er
stöðugt streymir um bifhárin. Þegar búið er
að reykja í eina mínútu eða skemur, hætta
þau algerlega að starfa og eru lengi að jafna
sig og gefast loks algerlega upp. Ollu þessu
fylgir mikil mæði, fólkið er andstutt og á
erfitt með að draga andann, oft einnig vegna
þess að í kjölfar þessa alls kemur astma.
Þá hefur sýnt sig að sígarettureykingar
flýta fyrir myndun krabbameins í barkakýli,
sérstaklega hjá karlmönnum.
Áhrif reykinga á myndun skorpulifrar virð-
ast ótvíræð og komi drykkjuskapur þar einnig
til skjalanna magnast sjúkdómurinn miklu
hraðar.
FRÉTTABRÚF UM HEILBRIGÐISMÁL
Þetta er langur og ófagur listi, en ef tími
og þolinmæði ykkar leyfði gæti hann orðið
miklu lengri. Ég hefi ekki minnzt á áhrif
reykinga á taugakerfið, sem eru mikil og
margvísleg, og ekki á áhrif tóbaksreyks á fólk
sem hefst við í honum án þess að reykja.
Rannsóknir í Englandi hafa leitt í ljós, að
fjarvistir á vinnustöðum og í skólum vegna
veikinda eru mörgum sinnum, sums staðar 10
sinnum, algengari hjá fólki sem reykir en hjá
hinu, sem ekki reykir.
Þó það kunni að taka 20-40 ár, að reykja
í sig lungnakrabba, hafa rannsóknir seinni
tíma sýnt, að það tekur margfalt skemmri
tíma, að tileinka sér marga aðra sjúkdóma
með reykingum, og það svo, að málið er farið
að snerta unga fólkið óhugnanlega mikið.
Þar kemur langvinna lungnakvefið - með
öllum þeim afleiðingum sem ég hefi lýst, fyrst
til skjalanna. Bæði fá þeir sem reykja það
miklu frekar en hinir og yfirleitt læknast það
verr og seinna. Hitt er þó alvarlegra að ein-
kenni æðaskemmda koma ótrúlega fljótt í
ljós hjá mörgu ungu fólki sem reykir mikið.
Það er sagt að fyrstu einkenni æðakölk-
unar geti hafizt um tvítugsaldur. í flestum
tilfellum er hún þó ákaflega hægfara, en örv-
ast með ólíkindum þegar mikið er reykt, sé
hún byrjuð á annað borð.
í Bandaríkjunum fer kransæðastífla ört
vaxandi meðal kornungs fólks og læknarnir
standa ráðþrota gagnvart henni, vegna þess
að það heldur sínu striki og reykir hvað sem
hver segir. Það er að verða algengur viðburð-
ur þar, að rúmlega þrítugir menn detti
skyndilega dauðir niður vegna kransæðastíflu.
Þetta hefur þó orðið til þess að yfirgnæf-
andi meirihluti lækna er hættur að reykja í
Bandaríkjunum, og á síðastliðnu ári hættu
fleiri menn að reykja í Bandaríkjunum en
dæmi eru til áður.
Við rannsóknir á hermönnum, sem féllu í
7