Samtíðin - 01.07.1935, Side 6

Samtíðin - 01.07.1935, Side 6
4 SAMTÍÐIN GEYSIR OG ERLENDIR FERÐAMENN. Um það leyti, sem SAMTÍÐIN birti greinina, Erlendir ferðamenn og ís- lenskur skipakostur, þar sem sýnt var fram á, að til þess að veita erlendum ferðamönnum hingað til lands, þurf- um vér fyrst og fremst að eignast ný- tísku farþegaskip, tekur Geysir í Haukadal að gjósa eftir að hafa leg- ið niðri í tæp 20 ár. Líklega eru flestir á eitt sáttir um það, að fátt er íslenskum þjóðarbú- skap nauðsynlegra nú á tímum en að laðaður sé hingað til lands ferða- mannastraumur í stórum stíl. Það mál þarf engra skýringa við. Oss er varnað að selja afurðir vorar til ann- ara landa nema með afarkostum mið- að við eðlileg viðskipti milli landa. En samtímis vitum vér, að Norðmenn auðgast um nál. 30 miljónir króna á ári vegna heimsókna erlendra ferða- manna, og enn fremur vitum vér, að land vort á sér öll þau bestu skilyrði sem hugsast geta frá náttúrunnar hendi til þess að laða að sér ferða- menn, þó að á flest skorti hjá þjóð vorri til þess að hún geti fært sér slíka auðsuppsprettu í nyt. Vér höf- um hér í tímaritinu bent á, að oss vantar viðunandi farþegaskip, og vér munum ekki láta staðar numið að- vekja athygli á fleiri atriðum viðvíkj- andi erlendum ferðamönnum, sem ráða verður bót á í náinni framtíð. Það vill einkennilega vel til, að ein- mitt nú, þegar oss er beinlínis nauð- syn á því, að landið opnist fyrir þeim, sem vilja sækja oss heim og neyta þess, sem vér höfum að miðla, skuli gamli Geysir færast í aukana og taka að gjósa. Einhvern tíma hefði slíkt sjálfsagt verið þakkað hollvættum landsins eða jafnvel eignað göldrum. En stórkostlegri auglýsingu fyrir landið er ekki unt að semja en Geys- ir hefir hér með gert, því að nálega jafnskjótt og hann tók að gjósa, var fregnin um afrek hans komin um all- an hinn mentaða heim. Jón Jónsson, lögregluþjónn frá Laug, sá maður, er frægur hefir orð- ið fyrir Grænlandsfarir sínar 1930 og 1931 er sá, sem fyrst og fremst á heiðurinn af því, að Geysir er tekinn að gjósa að nýju, því að Jón hefir einn manna, svo að vitað sé, alið þá trú í brjósti sér um undanfarin ár, að hverinn mætti vekja til gosa að nýju. Fyrir áhuga sinn á þessu máli teljum vér, að Jón eigi skilið þökk al- þjóðar og maklega viðurkenning, og höfum vér snúið oss til hans og beð- ið hann að skýra lesendum vorum frá hugmynd sinni um endurvakning Geysis og mikilvægi hennar þjóðinni til handa. Fer hér á eftir frásögn Jóns: — Mér er það í barnsminni að sjá

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.