Samtíðin - 01.07.1935, Side 7

Samtíðin - 01.07.1935, Side 7
SAMTÍÐIN 5 Geysi gjósa og ég minnist aldrei að hafa séð neitt jafntilkomumikið. Eft- ir að hverinn hætti að gjósa, gat ég aldrei sætt mig við þá tilhugsun, að hann yrði að venjulegum stöðupolli, sem enginn virti framar viðlits. Leit- aði ég nú álits ýmsra merkra manna um hverinn, og voru svör þeirra yfir- leitt á þá leið, að Geysir mundi aldrei byrja að gjósa á ný nema með því móti, að jarðskjálftar yrðu til þess að vekja hann af dvala. Sjálfum datt mér í hug, að ef vatni væri veitt úr hvernum, mundi hann hitna og fara síðan að gjósa á ný. í vetur sem leið samdi ég blaðagrein, þar sem ég bar fram þessa skoðun mína, og sýndi ég hana Guðmundi Gíslasyni lækni. — Hætti ég með hans ráði við að birta greinina, en jafnframt bundumst við Guðmundur því heiti, að reyna af eigin ramleik að fá Geýsi til að gjósa. Tókst mér að fá leyfi til að hrófla við hvernum eftir vild, og að því leyfi fengnu, fengum við félagar í lið með okkur dr. Trausta Einarsson, sem vann að þessu verki með miklum á- huga, og með hans atbeina tókst okk- ur að ræsa fram hverinn og fá hann til að gjósa að nýju. — Hverja þýðingu teljið þér, að þessi atburður muni hafa fyrir þjóð vora? spyrjum vér Jón frá Laug. — Ég er viss um, segir Jón, — að Geysir einn mun á komandi árum verða orsök þess, að hingað til lands- ins munu koma þúsundir erlendra ferðamanna, sem munu færa oss mikl- ar tekjur, ef vér erum menn til að ráða ferðum þeirra og dvöl með aukn- um og bættum skipakosti og með því að reisa ný gistihús á réttum stöðum. Á árunum 1907—’14 eða frá kon- ungskomunni og þar til heimsstyrj- öldin braust út, var geysilegur erlend- ur ferðamannastraumur austur að Geysi. Þá voru þar á söndunum tvö hús, og var þar hægt að hýsa 60 næt- urgesti í senn. Man ég oft til þess, að hvert rúm í þessum húsum var full- skipað vikum saman og ekki nóg með það, heldur leitaði fjöldi manna næt- urgistingar bæði í Austurhlíð og Múla. Þá voru bílar enn óþekktir hér á landi, og samgöngur afarbágbornar. Nú er öldin önnur, því að nú er kom- inn bæði sími og bílfær vegur austur að Geysi. Þangað má fara úr Reykja- vík á 21/2—3 tímum í bíl, en áður var þetta tveggja daga ferð á hestum. Við Geysi álít ég, að tafarlaust verði að reisa gistihús, er fullnægi kröfum nútímans í alla staði og geti veitt viðtöku öllum þeim ferðamönn- um, sem þangað vilja fara. Þar hlýt- ur að verða gististaður þeirra, er austur fara. En einnig væri stór nauð- syn, að gerður yrði bílfær vegur frá Þingvöllum til Geysis, svo að ferða- mannastraumurinn á komandi árum gæti farið austurleiðina í stórum hring, en þurfi ekki að fara tvisvar sömu leið. Nú er og að opnast bílfær leið frá Gullfossi og alla leið norður að Hvítárvatni með brú á Hvítá fyr- ir norðan Bláfell, og er þar með opn- uð ferðamannaleið til einhverra þeirra fegurstu öræfa, sem til eru í víðri veröld. Það er vonandi, að hafist verði handa á réttan hátt til þess, að þau miklu tíðindi, sem hér hafa gerst, megi verða öldum og óbornum hér á landi til ómetanlegs gagns.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.