Samtíðin - 01.07.1935, Qupperneq 9
SAMTÍÐIN
7
ÖRN ARNARSON.
I.
Ég tel það mikið vafamál, að nokk-
ur kvæði, sem birst hafa í íslensku
tímariti á síðari árum, hafi vakið
meiri né almennari athygli en Smá-
lcvæði þau, er Eimreiðin flutti í 1.—
2. hefti árið 1920 eftir höfund, sem
duldist undir gervinafninu Örn Arn-
arson. Ekki er þetta sagt til þess að
varpa rýrð á kvæði þau, er tímarit
vor hafa birt eftir snillinga eins og
Einar Benediktsson o. fl., en sá var
munurinn, að þar áttu í hlut alkunn
skáld, sem menn þektu og væntu sér
mikils af. Hér átti hins vegar hlut
að máli „nýr maður“, sem sárfáir
vissu nokkur deili á og var hjúpað-
ur dulnefni í þokkabót. Slíkt er að
vísu nægilegt til þess að vekja for-
vitni. En hitt bar þó af, að örn þessi
átti sér nýjan tón, sem íslendingar
þektu lítt nema af lestri erlendra
kvæða. Mér hefir verið sagt eftir
prófessor Magnúsi Jónssyni, er þá
var ritstjóri Eimreiðarinnar og á því
heiðurinn af því að hafa kynt kveð-
skap Arnar alþýðu manna á landi hér,
að hann hafi orðið bæði hrifinn og
undrandi, er hann las eitt af áður
nefndum smákvæðum hins nýja
skálds. Það kvæði eru þrjú erindi.
Við lestur 1. er. á M. J. að hafa hugs-
að með sjálfum sér: „Nú, hér er þá
líklega nýtt ástaskáld á ferðinni“. Er
hann hafði lesið 2. er., fanst honum,
að skáldið mundi þó einkum vera at-
hyglisvert vegna kímnigáfu þess. En
að loknum lestri kvæðisins hugsaði
M. J. sem svo, að hér væri risinn upp
hvorki meira né minna en íslenskur
Heine.
Við þetta álit Magnúsar Jónssonar
á kveðskap Arnar Arnarsonar mun
mega una. Kvæði hans eru hvert um
sig eins og haglega gerðir gripir, sem
hverfast á ási, þar sem hver vísa
táknar nýjan flöt með mynd, sem er
ólík hinum myndunum. Og þegar les-
andinn hefir skoðað siðasta flötinn
á listaverkinu, brosir hann þannig
með sjálfum sér, að honum hlýnar
innvortis, og hann les kvæðið ósjálf-
rátt á nýjan leik, til þess að ganga
úr skugga um, að honum hafi ekki
sést yfir neitt, að ekkert hafi tapast.
Við lestur slíkra kvæða flýgur oss í
hug vísa Þorsteins:
Það er líkt og ylur í
ómi sumra braga,
mér hefur hlýnað mest á því
marga kalda daga.
Örn Arnarson byggir kvæði sín á
listrænan hátt. Hann hefir lag á því
að hleypa í þau stíganda líkt og tíðk-
ast í leikritum, en hjá Erni nær stíg-
andinn hámarki sínu við lok kvæðis-
ins, án þess að nokkur hvellur heyr-
ist. Þannig segir skáldið um ekkjuna,
ríku og fögru, sem var ólík öllum
öðrum konum í ólgandi dansiðunni
og hafði húmdökt hár og mjallhvítar