Samtíðin - 01.07.1935, Síða 13
SAMTIÐIN
11
UM RITDÓMA.
EFTIR FREDRIK BÖÖK.
Predrik Böök, prófessor við háskólann í Lundi, er einn lærð-
asti bókmentafræðingur Svía, aðalhöfundur hinnar miklu almennu
bókmentasögu, sem nú er nýskeð komin öll út i Svíþjóð. En Böök
er einnig- mjög glöggskygn og frumlegur ritdómari, ef til vill sá
fremsti þeirra, sem nú er uppi á Norðurlöndum. Auk rita bókmenta-
sögulegs efnis liggja og eftir hann ýmsar skemtilegar ferðasögur og
bækur um stjórnmálaástand Evrópu eftir Heimsstyrjöldina.
Menn hafa oft — og það með réttu
—ýmislegt út á ritdómendur að setja.
Rithöfundarnir þekkja vanalegaprýð-
isvel galla ritdómendanna. Dómur
þeirra er oftast nær smásmuglegur
og þröngsýnn, hálfvolgur í að meta
öll hin mismunandi sérkenni hinna
nýju rithöfunda.
En hver sá, sem kynnir sér sögu
bókmenta og ritdæmingu þeirra, mun
samt sem áður brátt verða þess á-
skynja, að flestir ritdómendur drýgja
stærri syndir, með því að lofa, en með
því að lasta. Það, sem alment má
finna flestum þeirra til foráttu, eru
ekki ómerkingardómar þeirra, ekki
lítilsvirðing sú, sem þeir sýndu smá-
ritsnillingum samtíðar sinnar, — því
heiminum er þannig varið, að þar eru
jafnan gnægðir svikinnar gyllingar
og krábulls, en ávalt skortur þess, sem
ósvikið er og verðmætt, — heldur
þrekleysi það og dómgreindarskortur,
er þeir sýna í því, að láta ómerk-
inga og skrumara ganga sér í augu,
og sú hóflausa mælgi, sem þeir verja
til þess að veita einlæga eða yfir-
skyns-athygli þeirri andlegu fram-
leiðslu, sem í augum eftirtímans er
augljóslega innantóm og einskisvirði.
Það, sem gerir ritdóma Leopolds1
skoplega, er ekki hæðnin, sem hann
hellir yfir Atterbom,2 hún verður að
miklu leyti rökstudd, heldur það til-
tæki hans, að kalla hinn lata og ó-
frjóva Sjöberg,3 (N. L. Sjöberg, fyrir
hvern mun ekki Vitalis) afburða-
snilling. Það, sem fellir Wirsén4 svo,
að hann á sér ekki viðreisnarvon, eru
ekki ofsafengar árásir hans á Strind-
berg3 og Heidenstam,6 aðeins barna-
legir og sögulega ómentaðir flokka-
dráttarmenn geta orðið dauðlega
móðgaðir yfir þeim — það eru hóls-
yrði hans um djáknann í Leksand 7 og
ýms önnur skáld álíka að kostum bú-
in. Það, sem þegar fram í sækir, ger-
ir hinum hygna og viðkvæma Sainte-
Beuve 8 ama, er ekki hin bitra og æru-
meiðandi aðfinsla við volgrulegutildri
Lamartines,9 (sá dómur er og verður
rjettlátur) og ekki heldur, þrátt fyr-
ir alt, hve naumur hann er á að hrósa
Stendahl10 og Balzac 11 (.því álitamál
er, hvort hann hafi þar ekki rétt fyr-
ir sér) .En það, sem varpar á hann
verulegum skugga, eru allmargar,
mjög svo lotningarfullar greinar, sem