Samtíðin - 01.07.1935, Side 15

Samtíðin - 01.07.1935, Side 15
SAMTÍÐIN eins auðvelt og menn ætla. Til eru blendingar; til eru skýlandi dular- klæði, blekkjandi formlist, sem rugla og blekkja jafnvel hina glöggskygn- ustu grúskara; til eru hleypidómar, eigin og allrar samtíðarinnar, sem yfirvinna verður, og þúsundir annara erfiðleika að vinna bug á. Að úthluta þessari óréttvísi og þessu manngrein- aráliti í samræmi við lögmál réttlæt- isins, það er hlutverk ritdómarans, og hann leysir það ekki af hendi með góðlátlegu, hlutlausu orðagjálfri um allar þær mörgu vel rituðu blaðsíður, sem hann hefir lesið, um öll þau geð- hrif, sönn, ósönn eða hálfsönn, sem hann hefir látið hrífast af. Hlutverk hans er það, að framkvæma eftir frekustu getu þá óvægu, miskunnar- lausu sáldun, sem ósjálfrátt er kraf- ist og tíminn fyr eða síðar lætur framkvæma; að greina það frá, sem óþarft er, áhrifalaust og einskisvert. Það er barnaleg sjónvilla, er menn, eins og mörg eru dæmi til, halda, að þeim beri að skoða fyrirbrigði dæg- urbókmentanna með sömu frjálslyndu velvild og almennu virðingu og hinar margbreyttu myndir og rit, sem geymst hafa frá liðnum öldum. Þar hefir tíminn framkvæmt sáldunina, miskunnarlaust og óriftanlega. Hve mörg hundruð ævintýrahöfundar hafa ekki orðið gleymsku og lítilsvirð- ingu að bráð, svo að snild Lafon- taines 13 geti staðið ein sér í skæru ljósi. Hve marga auðvirðilega rithöf- unda hefir ekki hið óeirna mann- greinarálit Boileaus 14 dæmt óalandi og óferjandi, í því skyni að kenna samtíð sinni að þekkja Moliére15 og Racine 10 réttilega. 1?. En ritdómaranum getur án efa skjátlast, og hann á því meira á hættu, sem hann er ákveðnari og á- hrifameiri 1 starfi sínu. Hvernig mundi vesalings Boileau hafa vegn- að, ef þeir fimm eða sex rithöfund- ar, sem hann var svo óskynsamlega hlutdrægur að hæla, væru ekki ein- mitt þeir, sem Frakkland hefir aldrei síðan hætt að dá, eða ef meðal alls þess fjölda, sem hann ypti öxlum yf- ir, hefði verið einn einasti Racine. Hann átti hræðilega mikið í hættu, en sá, sem ekki íeggur á tæpasta vað- ið, hann er, hve ágætur sem hann annars kann að vera, enginn ritdóm- ari. Að hafa forréttindi til að segja meiningu sína um alt og alla, á ekki að vera náðug áhættulaus aðstaða; og að reyna að smokka sér úr klíp- unni með vingjarnlegri mælgi í allar áttir, er skammgóður vermir. Eng- inn kemst brosandi undan ábyrgð- inni. Inga L. Lárusdóttir þýddi. SKÝRINGAR við greinina Um ritdóma. 1. Leopold. Hér er átt við danska skáldið, Svend Leopold. 2. Atterbom, P. D. A. (1790—1855) sænskt skáld, mikill áhangandi rómantisku stefnunnar. 3. N. L. Sjöberg, atkvæðalítið sænskt skáld. Nafni hans Erik Sjöberg (1794—1828) ágætt sænskt skáld, ritaði undir gervi- nafninu Vitalis. 4. Wirsén, Carl David av, (1842— 1912), sænskt skáld og ritdóm-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.