Samtíðin - 01.07.1935, Síða 17
SAMTÍÐIN
15
JÓN KRISTJÁNSSON:
HEIMSENDIR.
(Niðurlag.)
Það var sunnudagur. Veðrið var
fagurt. Þungar undiröldur bærðu
hægt hafflötinn. Oft hafði um þetta
leyti verið hafinn undirbúningur til
að nota slíka sælygnu. — En nú var
ró yfir öllu slíku athafnalífi.
Kirkjuklukkurnar hringdu. Menn
streymdu frá kirkjunni.
Grímur frá Naustabæ hallaði sér
upp að litla skúrnum sínum, sem
stóð rétt við götuna. Hann tottaði
pípu sína og horfði alvarlegur til
þreytulegs safnaðarins.
Þarna kom Fúsi gamli í Bygðar-
holti. Sá skyldi fá orð í eyru! hugs-
aði Grímur.
„Komdu sæll, Fúsi minn. Hvaðan
ber þig að?“
Fúsi leit upp og kendi þungrar al-
vöru í rómnum, er hann svaraði:
„Komdu sæll, Grímur. Ég kem úr
guðshúsinu".
„Hvað varst þú að gera þar? Ef
fthg minnir rétt, þá hefir þú ekki
hingað til slitið skóm þínum á kirkjur
&öngum“.
„Ég var að hlusta á guðs orð. Nei,
satt er það, að ég hefi lítið gætt and-
iegrar velferðar minnar hingað til“.
>»Og þú vai'st að hlusta á guðs orð,
sem presturinn talaði til þín! Þú ert
víst að verða skelkaður við halann á
þessum vígahnetti, eins og aðrir?“
„Þú veist ekki, hvað þú segir,
Grímur“, sagði Fúsi alvarlega. „En
sá tími nálgast nú hröðum skrefum,
er þú færð að standa reikningsskap
orða þinna og gerða“.
„Ég ætti nú að vera þér þakklátur
fyrir þessa aðvörun þína. En svipað
þessu hefir þú víst heyrt út ganga frá
prestinum".
„Já“.
„Það var svo sem auðvitað, að þú
yrðir að láta aðra hugsa fyrir þig. —
En heyrðu mig nú, Fúsi minn“, sagði
Grímur alvarlega og tók út úr sér
pípuna, „hefir þú altaf búist við því
að verða eilífur hér á jörðunni?"
„Nei, ég hefi haft þú skoðun á því,
eins og aðrir, að eitt sinn skyldi hver
deyja“.
„Og finst þér dauðinn nær þér nú
en endranær?"
„Nei, en nú hefi ég verið aðvarað-
ur“.
„Það veitti víst ekki af. En frá því
þú fæddist, hefir dauðinn vofað yfir
þér. Hann hefir fylgt hverju fótmáli
þínu. Hann hefði getað ráðist á þig,
hvenær sem var og kreist úr þér líf-
tóruna. En það er víst, að dauðinn er
alls ekki nær þér nú en endranær“.
„Nei, það má vel vera. En eins og
ég sagði áðan, þá hefi ég verið sof-