Samtíðin - 01.07.1935, Side 18
16
SAMTÍÐIN
andi og nær því varast aS hugsa um
andlega velferð mína. En nú hefi ég
verið vakinn“.
„Já, og það, í hæsta máta, nokkuð
hrottalega! Það veitti víst ekki af
því!“
„En þú, Grímur, sefur enn þá í
syndum þínum“.
„Já, það geri ég líka framvegis. Ég
ætla að lifa, eins og ég hefi áður lif-
að. Ég er eins og þið. Ég veit ekki,
hvað er synd eða hvað er rétt eða
rangt“.
„Það veit ég, að þú hefir enga hug-
mynd um, og þú gerir ekkert til að
reyna til að opna augu þín“.
„Ég hefi sennilega lítið minna
hugsað um dauðann, dómsdag og ann-
að líf en þið. Og ég ætla alls ekki að
breyta til og komast í sömu vandræði
og þið hafið nú skapað ykkur. Ger
þú það, sem rétt er. Ég ræð það af
fyrirlitningar- og reiðisvipnum, sem
á þér er, að þú þykist vita, hvað rétt
er. Ég hefi ekki meira við þig að tala.
Vertu sæll!“ Grímur stakk pípunni
í munninn og horfði út á hafið. Fúsi
ansaði ekki kveðju hans, en gekk burt
og hristi höfuðið.
„Voruð þið líka að búa ykkur und-
ir eilífðina? Ég hélt nú, Helgi minn,
að þér hefði ekki veitt af því fyr. Það
er nú annað með Gróu, sem altaf hef-
ir verið talin með þeim útvöldu“,
sagði Grímur gletnislega við mið-
aldra hjón, sem gengu framhjá. Þau
svöruðu ekki, en litu með fyrirlitn-
ingu til Gríms. „Ég sé nú ekki annað
en þið heldur versnið; ekki eykst
bróðurkærleikurinn, að minsta kosti“,
sagði Grímur og sendi þeim tóninn.
Þau gáfu orðum hans engan gaum.
Hannvar sokkinnof djúpt í syndafen-
ið, til þess að vert væri að tala við
hann! Presturinn hafði sagt, að synd-
arinn væri eins og skemda eplið; hann
gæti sýkt út frá sér. —
„Ég er nú svo sem aldeilis hissa“,
tautaði Grímur og gekk inn í skúr
sinn. Hann gekk hægt að farviðun-
um úr árabátnum sínum. Iiann at-
hugaði veiðarfærin og fiskinn, sem
hékk þar uppi til herðings. Á meðan
hann fór höndum um þessar eignir
sínar, tautaði hann: „Það er eins og
fólkið hafi verið svo skyni skroppið,
að það hafi ekki vitað, að því var gef-
inn dauðinn í fæðingunni. — Skyldi
maður þá ekki framar leggja út þessa
spaða? — Kaupmaðurinn lækkar
vöruverð sitt. — Skyldi ekki fram-
ar fá að blása í þessar segltuskur? —
Hreppstjórinn gefur Kalla, veslingn-
um, dóttur sína, og oddvitinn er hætt-
ur að krefja um útsvörin. — Ætli
þessir uggar fari ekki að verða æt-
ir? — Hvar skyldi þetta lenda? Sum-
ir eru orðnir svo vitlausir, að þeir
virðast helst ætla að myrða sig. Sum-
ir strákarnir drekka sig fulla, dag
eftir dag, og lifa eins og slarkarar“.
Hann gekk út og lokaði hægt dyrun-
um, setti hespuna upp á kenginn, setti
lás fyrir og læsti, en stakk því næst
lyklinum í vasann. Hann sneri sér til
hafsins og horfði löngunarfullum
augum yfir spegilsléttan flötinn. —-
„Presturinn og aðrir telja skilnað
okkar Gerðu stórsynd og segja, að
barnið hennar Jórunnar, greysins, sé
getið í synd. Hver er ekki getinn í
synd? — Það gengur guðlasti næst
að vinna nokkra líkamlega vinnu! —-
Jæja, það er víst best að vita, hvort