Samtíðin - 01.07.1935, Síða 19

Samtíðin - 01.07.1935, Síða 19
SAMTÍÐIN 17 enginn gefur manni kaffi, þó að mað- ur sé enginn aufúsugestur“. Hann gekk hægt upp á götuna. Póstskipið var komið og farið. Það hafði verið afgreitt, án þess að óþarfa orðum hefði verið eytt. Það var skyld- an, sem skipaði að vinna. — Kirkjuklukkurnar hringdu. Hljóm- ur þeirra var þunglamalegur, en þó virtist hann hafa aukið laðandi mátt sinn. Kirkjan fyltist óðum. Messan hófst. Flestum fanst nú tíminn líða of hratt. Á þessum stað voru sálir þeirra óhultar. Presturinn sté í stólinn. Ræðan hófst. „Elskulegu bræður og systur! Yfir oss vofir hinn mikli dagur dómsins. Enginn veit, nær kallið kemur, þótt hinn ógurlegi .vígahnöttur sé nú fram hjá oss farinn“. — Það fór kliður um alla kirkjuna. — „Frá umheiminum hafa oss nú borist sannar sagnir af því, að halastjarnan hafi að þessu sinni farið fram hjá jörð vorri, án þess að vinna henni tjón!“ Ræðan hélt áfram. En nú fór ókyrð að gera vart við sig. Hinn óttalegi dómsdag- ur var þá ekki eins nálægt og skamm- sýnir menn höfðu ætlað! Það var eins og þungu fargi væri létt af mönnum. Þeir hreyfðu sig í sætunum og réttu jafnvel úr sér. Tilveran blasti nú öðruvísi við. — Menn gengu ekki lotnir frá kirkjunni. Þeir ræddu frjálslega um náttúrufyrirbrigðið og héldu heimleiðis, glaðir í bragði. Þorgerður gamla var með þeim fyrstu. Hún gekk rakleitt inn í svefn- herbergið. En hvað henni virtist þar tómlegt! Hún tók af sér sjalið og skotthúfuna og gekk síðan fram í eld- hús, til þess að renna upp á könnuna. Hugur hennar var nú ekki bundinn við eilífðarvelferðina, heldur hjá Grími. Stöku sinnum hafði hún hugs- að til hans eftir skilnaðinn. En hún hafði að jafnaði bolað þeim hugsun- um frá sér, sem einhverjum syndsam- legum hugleiðingum. — Stundum hafði hún setið við gluggann sinn og séð hann ganga fram hjá, háan, tígu- legan og glaðlegan. Hann hafði verið svo ólíkur flestum þeim, sem töldu það æðstu skyldu sína, að gera það, sem rétt var, en vissu ekki, hvað var rétt. — En hvað það hefði nú verið unaðslegt að hafa hann heima og heyra hann segja frá einhverju, sem hann hafði minst eða lesið í fjarveru hennar! Hann sagði svo skemtilega frá, hann Grímur! — Hún gekk út að glugganum og horfði út á hafið. Hversu oft hafði hún ekki, meðan æskan og gleðin áttu aðsetur í hug- skoti hennar, staðið við þennan glugga og horft út á hafið og hugsað um hann Grím! Þau höfðu liðið sam- an súrt og sætt. En — nú var svona komið! Hafði hún ekki gert honum rangt til? — Jú! — Hún opnaði gluggann. Þarna var Áki litli, son- ur Sigurðar og Ástu, sem Grímur var nú hjá. Hún kallaði til hans. Lágt og hálf-feimnislega bað hún hann að fara heim og biðja Grím að finna sig. Drengurinn hljóp af stað. Eftir skamma stund sá hún Grím ganga í áttina til sín, hröðum skrefum. — Hjarta hennar barðist af fögnuði. Á þessari stundu fann hún til hinna sömu fagnaðartilfinninga og þegar hún var 18 ára og hafði séð hann

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.