Samtíðin - 01.07.1935, Qupperneq 20

Samtíðin - 01.07.1935, Qupperneq 20
18 SAMTÍÐIN UM BJARNA THORARENSEN EFTIR SIGURÐ SKÚLASON. III. Þegar Bjarni Thorarensen kom til Kaupmannahafnar árið 1802, vildi svo til, að rómantiska skáldskapar- stefnan var að hefjast í Danmörku. Sama ár gaf höfuðfulltrúi hennar meðal danskra skálda, Adam Oehlen- schláger, út kvæðasafn, sem var öld- ungis þrungið frjómagni hinnar nýju stefnu. Þá er talið, að tímamót hafi orðið í andlegu lífi í Danmörku. Aldan kom sunnan að eins og oftast endranær. Norski heimspekingurinn, Henrik Steffens, var þá nýkominn til Kaupmannahafnar sunnan úr Þýska- landi, hlaðinn byrði hins haldkvæm- asta úr þýskri heimspeki og bók- mentastefnu þeirra tíma. Hann hafði sjálfur setið við kné þeirra, Goethe, Schillers, Herders, Wielands, Schell- ings, Fichte og Schlegels, og gerðist nú boðberi kenninga þeirra til Norð- urlanda. Fyrir Steffens átti það að liggja, að vekja til afreka höfuðskáld Dana, Adam Oehlenschláger, sem um margt var barn sinnar aldar. Þeir Steffens og Oehlenschláger hittust og áttu eigi minna en sextán stunda viðtal samfleytt. Hefir samtal þetta orðið frægt, og þreytast danskir bók- mentafræðingar aldrei á að segja mönnum frá því í ræðu og riti. Við þetta vaknaði Oehlenschláger og orti hann í þessari „fæðingarhríð" eitt af merkustu kvæðum sínum (Gull- hornakvæðið). En Henrik Steffens gerði meira en að leysa skáldgáfu Adams Oehlen- schlágers úr læðingi. Hann flutti einnig fyrirlestra við Hafnarháskóla nálgast stefnumótsstað þeirra, sem oftast hafði verið bak við búðina. Grímur kom inn. „Komdu sæl, Gerða! Vildir þú finna mig?“ sagði hann þurlega. Án þess að svara honum, fleygði hún sér í faðm hans. Hún hjúfraði sig að brjósti hans eins og óttaslegið barn, sem leitar athvarfs. Hann þrýsti henni að sér. Þau stóðu þögul um stund og veittu hvort öðru ástar- atlot. — Hugur þeirra dvaldi án efa við fagrar endurminningar löngu lið- inna stunda. Það var eins og hvorugt gæti sagt nokkurt orð. Loks hvíslaði Þorgerður í eyra hans: „Geturðu fyrirgefið mér, Grímur?“ „Það ætti ég að geta, Gerða mín, einkum ef þú ættir nú góðan sopa á könnunni". Þorgerður mjakaði sér hægt úr faðmi hans. Blítt bros lék um varir hennar, og það var æskuglampi í aug- unum. „Já, ég vona, að framvegis auðnist mér að hafa heitan sopa á henni handa þér“.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.