Samtíðin - 01.07.1935, Side 23
SAMTÍÐIN
21
an veginn sagt, að þar skorti á við-
kvæmni og jafnvel trega, eins og
kemur fram í sumum af eftirmælum
Bjarna og víðar í kvæðum hans.
Karlmenska hans birtist oss glögt í
hergönguljóðinu: Sortanum birta
bregður frí, sem er ágætt kvæði og
einnig í kvæði, sem nefnist Herhvöt;
það hefst á þessa leið:
Skalat halur hræðast dauða
helgan fyrir föðurláð,
afla geði ei skal nauða,
að aldri gamals fær ei náð.
Halur lifað hefir nóg
hver, sá föðurlandi dó;
minning hans hjá mönnum lifir,
þá mold er komin bein hans yfir.
Þetta erindi sýnir oss brot af lífs-
skoðun skáldsins, en karlmenskan
leiftrar af erindi eins og þessu:
Frægur er sá fremstur gengur
feigðar út í élin hörð,
og þá vinst ei lifið lengur,
litar blóði græna jörð.
En sá huglaus undan snýr
ógn sér dauða þyngri býr,
aldraðir munu’ að honum glotta,
ungbörn hann og konur spotta.
Það, sem mér finst að þessu kvæði,
er hátturinn. Hann er að mínu áliti
of sálmkendur á kvæði um þetta efni,
með þessu nafni og ortu af Bjarna
Thorarensen. Af öðrum kvæðum
hans, er bera vott um manndóm, má
nefna: Island (Þú nafnkunna landið,
sem lífið oss veitir) og kvæði, sem
nefnist: Tilskipun 11. mars 1633.
Meðal kvæða Bjarna Thorarensens
ber mikið á erfikvæðum þeim, er
hann orti eftir ýmsa merka menn.
Sú tegund kveðskapar er nálega jafn-
gömul íslenskri ljóðagerð. En Bjarni
lyfti þessari kveðskapargrein á það
stig, að enginn íslenskur maður hefir
síðan gert betur. Erfikvæði hans eru
yfirleitt sígildar bókmentir. Þau eru
mótuð af vitsmunadýpt og miklum
skilningi á mannlegu eðli. Bjarna má
kalla föður erfikvæðanna í nútíma-
bókmentum vorum, en þó má ekki
saka hann um það, þó að erfiljóða-
gerð vor kæmist síðar á slíkt akta-
skriftarstig, að best er að tala sem
minst um alt það tískuflóð.
Eftirmæli Bjarna um Jón Jónsson,
Sæmund Hólm, Rannveigu Filippus-
dóttur, Guðrúnu Stephensen og Odd
Hjaltalín eru hvert öðru meira snild-
arverk.
Annað yrkisefni Bjarna er ástin.
Hann hefir ort ástarkvæði með þess-
um hispurslausu fyrirsögnum: Kystu
mig og Kystu mig aftur. En frægasta
ástarkvæði hans er Sigrúnarljóð,
enda er það kvæði að vissu leyti ein-
stætt í íslenskum bókmentum. Það er
ójarðneskt og mjög ólíkt flestum ást-
arkvæðum nútímaskálda vorra. Það
þarf meiri andagift og frumleik en
ýmsa mun gruna til þess að yrkja svo
óholdrænt kvæði. En ekki fer hjá
því, að mönnum verði við lestur kvæð-
isins hugsað til Völsungakviðu fornu,
þar sem ort er um ástir og dauða, og
annar elskandinn heitir Sigrún frá
Sevafjöllum, þó að ekki verði hér að
öðru leyti bent á líkingu milli kvæð-
anna.
1 sumum af kvæðum Bjarna bregð-
ur fyrir háði, og í ýmsum kvæðum
hans er allmikill „humor“, eins og
t. d. í þessum kvæðum: Um málaferli
Sæmundar Hólms, Til Finns Magnús-