Samtíðin - 01.07.1935, Side 29

Samtíðin - 01.07.1935, Side 29
SAMTÍÐIN 27 Til hollustu og þjóðþrifa. Þriðja boðorð. GRÆNMETI OG ÁVEXTIR. (C-fjörefni). Minnist þess, að eigi fæði að heita verulega gott, eiga menn daglega að neyta nýrrar, ósoðinnar fæðu. Það er tönnunum holt, að máltíðum ljúki með því, að menn neyti epla eða gul- róta. í hráa grænmetisrétti má fyrir ut- an tómata, gúrkur, bleikjurtir) (kar- se) og radísur nota rifin hrá epli, kál eða gulrætur, sem hræra má hráum eggjarauðum saman við. Úr rósberj- um á að elda súpu eða sjóða mauk eins og gert er í Svíþjóð, því að rós- ber eru mjög auðug af C-fjörefni, og eyðilegst það ekki við suðu eins og í öðrum ávöxtum. Á haustin á að laga eins mikið af hráum ávöxtum og hægt er (raasylte) og geyma þá til vetrarins. C-fjörefni verndar menn gegnskyr- bjúgi. Ef menn öðlast ekki nægilega mikið af C-fjörefni, er hætt við, að blæði úr tannholdinu og víðar. Ávext- ir eru holl og hressandi fæða. Fjórða boðorð. SÓLSKIN OG LÝSI. (D-fjörefni). Sólargeislarnir og fjörefnin í lýsi eru mjög þýðingarmikil, vegna þess að þau stuðla að því, að verja oss fyr- ir „ensku sýkinni“ og öðrum beina- sjúkdómum, og stuðla einnig að lækn- ingu sömu sjúkdóma. Grænmeti er börnum einnig mjög holl næring, vegna þess að það hefir í sér fólgin steinefni og A, B og C- fjörefni, en í því er ekkert D-fjörefni. Nýmjólk, smjör, egg og fiskur hafa auk A-fjörefnis einnig í sér D-fjör- efni og eru því mjög mikilsverðar fæðutegundir, en í lýsi eru þó miklu meiri (meir en 100 sinnum meiri) A- og D-fjörefni. Því er það, að ef börnum fer ekki vel fram, ráðleggja læknarnir, að smábörnum sé gefin ein teskeið af lýsi daglega og stærri börnum ein lít- il matskeið af því þá mánuði ársins, sem sólarlausastir eru, eða frá því í október á haustin og fram í maí, en þá er bæði mjólk og smjör fjörefna- snauðara en á sumrin. Börnin eiga að vera úti undir beru lofti bæði vetur og sumar, helst frá því að þau eru nokkurra vikna gömul, til þess að þau njóti sólarinnar sem allra best. Yfirleitt eiga mæður ekki að taka börn af brjósti fyr en eftir 9 mánuði, nema sérstakt læknisleyfi komi til. Stærri börn eiga að vera í sólríku her- bergi og leika sér úti. Og að vetrar- lagi þarfnast þau oft lýsis engu síð- ur en smábörnin. Gamalt máltæki segir: Þar sem sólin kemur inn, fer læknirinn út. Farið snemma að hátta. Farið á fætur með rísandi sól. Liggið í sól- böðum, þar til þið eruð orðin dökk á hörund.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.