Samtíðin - 01.07.1935, Qupperneq 31

Samtíðin - 01.07.1935, Qupperneq 31
SAMTÍÐIN 29 Um stafsetningu á forn- sögum. Framhald af bls. 26. nú er ger sagt á þessari en á þeirri. En hvað sem er missagt í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það held- ur er sannara reynist. (Eðlilegur nútímaritháttur.) Ekki er ólíklegt að því yrði haldið fram, að væru fornsögurnar útgefn- ar með lifandi stafsetningu í stað hins mentafjandsamlega ritháttar málfræðishetjanna, væri of mikið djúp staðfest milli hins bundna máls, sem víða kemur fyrir í textunum, og hins óbundna. Því er í fyrsta lagi þar til að svara, að vísurnar stinga jafn- mikið í stúf við hinn óbundna texta samræmdu stafsetningarinnar, eins og þær mundu gera við nútímastaf- setningu. Vísurnar hljóta ævinlega að stinga í stúf við textann, og er orsök- in sú, að þær eru annað listform en hinn óbundni stíll, þær eru orða- skrautlist, sem hlíta öðrum reglum og eldri stílmenningu en hið ritaða mál, ólíkri tegund málmenningar. Það er ef til vill glöggvandi að líkja þeim við höfðaletur, þar sem útflúr- ið er aðalatriði, en ekki innihald orð- anna. Mikill hluti hins bundna máls innan um í sögunum getur aldrei orð- ið öðrum en sérfróðum mönnum til ánægju. Þó eru til fornar vísur, sem ekki eru ortar í hinu útflúraða bundna formi, eins og t. d. Það mælti ftnn móðir, jafnvel Höfuðlausn og margt í Eddu. Leggið leið yðar um Hafnar- stræti í verslunina Edinborg. Þar er mest og best úrval af vefn- aðarvöru, glervöru og busáhöldum. Verslunin Edinborg Hafnarstræti 10. Reykjavik KIRKJURITIÐ er tímarit, sem á erindi til allra þeirra lesenda, sem áhuga hafa fyrir andlegum málum. Það er gefið út af Prestafélagi íslands, og ritstjórar eru Sigurður P. Sívertsen og Ásmundur Guð- mundsson. í síðasta hefti birtist ítarleg frásögn um f jölmennasta kirkjufund, sem hald- inn hefir verið á íslandi. Ritið kemur út 10 sinnum á ári, er um 27 arkir að stærð og kostar aðeins kr. 4.00 árgangurinn. Gerist áskrifendur og pantið rit- ið hjá síra Helga Hjálmarssyni, Hringbraut 144, Reykjavík.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.