Samtíðin - 01.07.1935, Qupperneq 32
30
SAMTÍÐIN
MERKILEGT RITSAFN.
Þorsteinn M. Jónsson, bókaútgef-
andi á Akureyri, hefir nýlega sent frá
sér 1. bindi af merkilegu ritsafni, en
það eru: Islenskar þjóösögur, sem
Ólafur Davíðsson hefir safnað. Þetta
1. bindi er 24 arkir að stærð, og hafa
þeir, Jónas Rafnar yfirlæknir og út-
gefandi sjálfur, séð um útgáfuna. I
formála fyrir þessu bindi þjóðsagn-
anna kemst Þ. M. J. þannig að orði:
„Svo sem kunnugt er safnaði Ólaf-
ur Davíðsson cand. phil. að Hofi í
Hörgárdal fjölda þjóðsagna víðsveg-
ar af landi hér. Af hinu mikla og
merkilega safni hans hefir tiltölu-
lega lítið verið prentað enn þá. Þó
var nokkuð prentað í Huld, og 1895
voru prentaðar í Reykjavík íslenskar
þjóðsögur, sem hann hafði safnað.
Þeirri bók var svo vel tekið, að hún
var gefin út í annari útgáfu 1899, og
er sú útgáfa einnig fyrir löngu upp-
seld. Síðan Ólafur dó, árið 1903, hef-
ir safn hans legið óprentað. Er það
í eigu frú Huldu Stefánsdóttur á
Þingeyrum, en hún hefir góðfúslega
boðið mér að gefa það út, og birtist
hér fyrsta bindi þess. Vona ég, að
þjóðin taki safni þessu jafnvel og því
sýnishorni, sem út kom fyrir 40 ár-
Hið íslenska Fornrifafélag.
Út er komið:
EYRBYGGJA SAGA. Brands þáttr örva. Eiríks saga rauða.
Grænlendinga saga. Grænlendinga þáttr. — Einar Ól. Sveinsson
og Matthías Þórðarson gáfu út. IV. bindi Fornrita. 96 + 332 bls.
Með 6 myndum og 6 kortum. Verð heft kr. 9.00, í ljerefts- og
pappabandi 10.00, í skinnbandi 15.00.
Áður komu út:
Egils saga Skalla-Grímssonar, II. bindi Laxdæla saga., Stúfs þáttr,
V. bindi. — Við sama verði. — Fást hjá bóksölum.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.