Samtíðin - 01.10.1936, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.10.1936, Blaðsíða 10
8 SAMTÍÐIN Tvö kvæði VONIN Á veikri líftaug vonin mín hjarir; hún kemur aftur ' áður en varir. Hún kemur, svo víki vetur og klaki með vor og söng i vængjablaki. Hún veit, að engir bíða þess bætur, ef holklaki legst við hjartarætur. Þar er hún komin, sem þráði eg og unni, með lítið, fagurt laufblað í munni. LEIÐARLOK Svellur mér sár í hjarta, svíður í gömlu meini. Sorgir með gráti græddar grafa um sig í leyni. Lokast hefur mér leiðin, sem lá að vinar barmi. Því ertu þrá að leita að því, sem varð að harmi? Sársaukinn aleinn eftir, annað er týnt og brotið. Dauðinn í brjósti bærist, bráðum er lífið þrotið.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.