Samtíðin - 01.10.1936, Qupperneq 10

Samtíðin - 01.10.1936, Qupperneq 10
8 SAMTÍÐIN Tvö kvæði VONIN Á veikri líftaug vonin mín hjarir; hún kemur aftur ' áður en varir. Hún kemur, svo víki vetur og klaki með vor og söng i vængjablaki. Hún veit, að engir bíða þess bætur, ef holklaki legst við hjartarætur. Þar er hún komin, sem þráði eg og unni, með lítið, fagurt laufblað í munni. LEIÐARLOK Svellur mér sár í hjarta, svíður í gömlu meini. Sorgir með gráti græddar grafa um sig í leyni. Lokast hefur mér leiðin, sem lá að vinar barmi. Því ertu þrá að leita að því, sem varð að harmi? Sársaukinn aleinn eftir, annað er týnt og brotið. Dauðinn í brjósti bærist, bráðum er lífið þrotið.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.