Samtíðin - 01.10.1936, Page 19

Samtíðin - 01.10.1936, Page 19
SAMTÍÐIN 17 aður. Lyftan þokast upp. — Gerið svo vel. Hrrrrrrr. Það er hringt á þriðju hæð. Lyftan niður. — Gerið svo vel. Það er gömul kona með hund. Hundurinn útbíar lyftuna. — Gerið svo vel. Nú verður lyftukarlinn aðhreinsa gólfið í lyftunni. Hrrrrrrr. Það er liringt á fjórðu hæð. Upp aftur. Það er maðurinn °g konan, sem ætluðu til málaflutn- 'ugsmannsins. Svipur þeirra hefir hreyst; þau eru glöð í hragði. — Gerið þið svo vel. — Við ætlum niður. Lyftan sígur. Svona liður dagurinn lijá Ivftu- harlinum. Upp — niður. Rrrrrrr. Nýtt fólk. Tieyringur öðru hverju. Skammaryrði við og við. Hann revnir samt að vera glaður í bragði. Nú er klukkan orðin sjö, og nú Lur hann frí i dag, þvi að skrif- stofunum hefir nú verið lokað, og Þá þarf engan lyftukarl. Hann lahbar út á götu. Þar úir °S grúir af bilum og sporvögnum. Allsstaðar er fult af fólki. Lifið iðar. Hann á langa leið fyrir höndum, hvi að hann býr i útjaðri bæjarins. Hann hefir ekki efni á því að aka 1 sporvagni, a. m. k. ekki nema r,nu sinni i viku og þá venjulega a laugardögum. Hann hefir verið klukkutíma á Liðinni heim, en nú er hann kom- 'nn alla leið. Hann hýr á fimtu hæð i húsi, þar sem engin lvfta er. °S uú er hann ákaflega þreyttur. Hann tyllir sér niður í nokkrar mínútur á bekk fyrir utan húsið. Hann tekur í stigahandriðið og þokar sé upp eftir stiganum. Fæt- urnir geta naumast haldið honum uppi. En livað hann er orðinn gam- all! í stiganum upp á aðra hæð sest hann niður. Hann kemst ekki lengra. Hann reynir að standa upp aftur. I stig- anum upp á þriðju liæð gugnar hann alveg. Hann hnígur niður, honum sortnar fyrir augum, og hann missir meðvitundina. Hann sofnar og drevmir um lyftu, sem fer upp og niður. Rrrrr. Upp á aðra liæð. Rrrrr. Upp á fjórðu hæð. Það er hringt á fimtu hæð. Morguninn eftir vaknar hann við það, að sp3rrnt er fæti við honum. — Upp með þig, hannsettur hftukarlinn. Liggðu ekki hérna steinsofandi. Niðri í portinu er talað um, að hann skuli hafa sofið þarna. Þar er sagt: — Karlskrattinn kom fullur heim i nótt. Aumingja vesalings konan hans — ef hún hefði verið á lifi. (Lausl. þýtt). — Getnrðu sagt mér, hvernig auðveldast er að reikna út, hvað kostar að lifa? — Já, bættu 20% við það, sem þú vinnur þér inn, þá færðu svarið.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.