Samtíðin - 01.09.1937, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.09.1937, Blaðsíða 7
SAMTiÐIN September 1937 Nr. 35 4. árg., 7. hefti UTLENDINGA furðar oft mjög á því, er þeir eiga tal við oss íslendinga, að vér skulum þekkja eða kannast við r.álega hvern mann hér á landi, sem nokkuð kveður að. Sjálfir þekkja þeir sjaldnast neinn þann mann, sem spurt er um hjá þeirra eigin þjóð og kannast rétt aðeins við helstu forvígismenn þjóðar- innar af umsögnum blaðanna. íslendingur, sem kom til Danmerkur fyrir nokkru, hitti þar allmerkan danskan mann, sem verið hafði á ferð hér á landi skömmu áður. Danann langaði til að frétta, hvernig ýmsum íslendingum liði, og fékk í því efni heldur en ekki greið svör. íslendingurinn þekti bókstaflega alla, sem um var spurt. Hann var skólabróðir forsætisráðherra, góður kunningi fjármála- ráðherra og málkunnugur kenslumálaráðherra. Hann átti sér fjórtán náfrændur meðal helstu menta- og embættismanna landsins, og var sæmilega málkunnugur fjölda fólks í tveimur landsfjórðungum. Útlendingurinn spurði m. a. um líðan eins háskólakennara, eins hæstaréttardómara, tveggja bænda, eins mentaskóla- kennara og þriggja kaupsýslumanna. Alla þessa menn þekti íslendingurinn vel og var meira að segja þremenningur að frændsemi við þrjá þeirra. Það kostaði allmikla fyrirhöfn, að sannfæra Danann um, að hér væru engin brögð í tafli. En svo fóru þó leikar, að hann hlaut að trúa öllu, sem Islendingurinn sagði, svo sannfærandi var þekking hans á öllum þeim mönnum, sem um var spurt. Daninn, þótt af smáþjóð væri, vissi hins vegar furðu litil dcili á öðrum en nán- ustu ættmennum sínum, sem hann sagði, að væru aðeins örlítið brot af þjóð hans. Islendingurinn lét sér vel skiljast það, en bætti því við, að öll íslenska þjóðin væri í raun og veru ein stór fjölskylda. Vér fáum ekki betur séð, cn að þessi viðskipti íslendingsins og Danans séu stórlega athygliverð og ekki síður það viðhorf, að íslendingar séu í raun og veru ein fjölskylda, enda þótt allur þorri þjóðar vorrar virðist vera ófróður um það. Fólk verður agndofa, þegar því er sagt, að allir íslendingar séu afkom- endur Jóns biskups Arasonar (d. 1550) eða síra Einars Sigurðssonar í Eydöl- um (1538—1626), svo að dæmi séu nefnd. Hér á Iandi þarf að vakna allsherjar skyldleikameðvitund reist á nákvæmri rannsókn á ættum allra nálifandi Islend- inga. Þjóð vor verður að sannfærast um, að hún sé ein fjölskylda, sem því aðeins fái framvegis lifað menningarlífi hér í landi, að hún standi sem einn maður í baráttunni fyrir tilveru sinni. Sá viðurstyggilegi skilningur, sem oft er haldið fram, að hér eigist við óvinir, fjandmenn o. s. frv., í íslenskum þjóðmálum, er til orðinn fyrir áhrif erlendra öfga, sem pólitískir spekúlantar hafa flutt inn í land vort. Og hvað er ömurlegra, cn að lifa á því að spilla fjölskyldufriði ís- lensku þjóðarinnar? Hin l'orna hámenning vor bygðist að verulegu leyti á skyld- leikameðvitund þjóðarinnar, sem reynt hefir verið að þurka út, með því að fylkja hinni margmennu fjölskyldu í fjandsamlegar raðir. Hér á íslandi á hver maður að vita glögg dcili á helstu ættartengslum þjóðarinnar og þroska síðan, í skjóli þeirrar þekkingar, bróðurþel sitt til annara manna. Það er ömurlegt, að vera afkomandi fámennrar og fátækrar þjóðar. En hitt er ómetanleg gæfa, að vera þegn í þjóðfélagi, þar sem hver maður er öðruin kunnugur og vinveittur, — þar sem allir eru náskyldir.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.