Samtíðin - 01.09.1937, Blaðsíða 34

Samtíðin - 01.09.1937, Blaðsíða 34
30 SAMTlÐIN um, sem „Samtíðin“ birtir nærri i hverju hefti, og varpa þau hreint ekki litlu ljósi á ástandið i atvinnu- málum þjóðarinnar og framfarirn- ar á þeim sviðum. I þeim flokki eru auk annars: „Siglingamál ís- lendinga", „Verslunarmál Islend- inga“, „Ræktun landsins,“ „Islensk- ur seglasaumur“, „Islenskir raf- magnslampar“ og „Nýr listiðnaður á Islandi", en hið síðastnefnda er auglýsingateiknun, er nefnd er á hérlendu máli „commercial art“. Dr. Beck lýkur grein sinni á þessa leið: „Af framanskráðu yfirliti, og hefir þó hvergi nærri alt verið tal- ið, er auðsætt, að „Samtíðin“ her fjölbreytt efni á horð fyrir lesend- ur sína. Hún er einnig mjög ódýrt tímarit, 5 krónur árgangurinn, tíu hefti, prýdd myndum, alls 320 hls.“ Samlíðin þakkar hinum virðulega höfundi hin hlýlegu ummæli lians, sem eru henni því meira virði, þar sem hann er í röð dómbærustu manna um þessi efni. FYRST VINNAN — SÍÐAN VINIRNIR Frægur cnskur leikari liefir nýlega látið hafa það eftir sér, að honuin sé ælíð að skiljast það hetur og het- ur, að vinnan sé honum fyrir öllu. — Mig gildir einu, þó að vinir mínir álíti mig leiðinlegan og fólk þreytist á mér, eg met störf mín mest af öllu og að þeim afloknum má vel vera, að eg hafi tíma til að sinna fólki, en fyr ekki. Til allrar hamingju eru leikarastörfin það, sem mér er kærast af öllu. er jafn nauðsynleg á öllum þrifnaðar- heimilum og þvotta- skálin of' handklæðið Athngið að eiga altaf M á n a- stangasápu á heimilinu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.