Samtíðin - 01.09.1937, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN
27
p&fyax jandíMi k&mjux
Framh.
Hvernig á að skýra fyrirbrigðið
William Blake. Hann var sonur
sokkasala. Sumir sögðu, að hann
væri brjálaður. Aðrir kölluðu liann
snilling. Slíkt mun liafa verið sanni
nær. Gáfur Blake’s voru miklu
veigameiri en sálarveikleiki lians.
Ekkert hjal um brjálæði hefði get-
að réttlætt það, að hafna verkum
hans af þeim ástæðum.
Myndir hans munu geymast og
kvæði lians líka. Hann kvaðst sjá
„engla“ — og hann málaði þá.
George Eliot skrifaði Silas Mar-
ner, þegar hún var önnum kafin
við að rila langa skáldsögu. Hún
kvaðst stundum hafa verið „gripin
af einbvcrju ósjálfráðu", þegar hún
var að skrifa.
Hugh Walpole segist ekki hafa
kannasl neitt við höfundarmark
sitt á einni af skáldsögum sinum,
þegar hann var að lesa ])rófarkir
af henni. Walpole segist ennfrem-
ur þannig frá:
— Fj'rir nokkrum árum dvaldist
ég, ásamt föður mínum og systur, í
gistihúsi einu í Sviss. Ég var þá
hálfnaður við að skrifa langa skáld-
sögu og hugsaði ekki um neitt ann-
að. Öðru livoru sá ég í borðsalnum
ófriðan, önuglyndan kvenmann,
sem altaf var einsamall. Kvöld eitt
sá ég konu þessa rísa úr sæti sínu
og ganga að öðru borði, þar sem
sat forkunnar fögur stúlka. Stúlk-
an hafði fallega perlufesti um háls-
inn, og fór konan að handleika
perlurnar og tala um þær. Þá brá
svo við, þegar ég sat þarna, að ég
varð gagntekinn af hugmynd —
einhverju, sem ég gat ekkert við-
nám veitt, sem var sjálfum mér yf-
irsterkara. Ég sá þessa konu í sér-
stöku ásigkomulagi og þóttist
skynja, að hana langaði afarmikið
til að eignast einhvern fallegan hlut,
sem einhver annar ætti. Skipti það
nú engum togum, að ég fór rakleitt
inn í berbergi mitt og tók að skrifa
sögu um þessa konu. Ég skrifaði
bvildarlaust frá morgni til kvölds,