Samtíðin - 01.09.1937, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN
31
Myjar
Ja erlendar bækur J
Vér viljuni hér með kynna les-
endum vorum ritsafn eitl mikið og
glæsilegt, í finun bindum, sem er að
koma út í Svíþjóð, og nefnist: Le-
vande svensk litteratur. Er hér að
ræða um úrval úr sænskum hók-
mehtum frá elstu tíð lil vorra daga
í 24 bindum. Ritstjóri þessa safn-
rits og sá, er ritað hefir skýringarn-
ar við verk þessi, er Signrd West-
berg, en einn af glæsilegustu nú-
tímarithöfundum Svía, Sten Se-
lander, hefir ráðið efnisvalinu. Vér
viljum hér gefa yfirlit um efni
þeirra 5 hinda, sem þegar eru kom-
in út af þessu mei’ka safnriti:
1. bindi. Þar eru verk eftir Alf-
hild Agrell, Ernst Ahlgren, C. ./. L.
Ahnqvist, Dan Andersson og Karl
Asplund. 19 myndir, 240 hls. Verð
il). kr. 4.40, í hálffrönsku handi kr.
•6.10.
2. bindi. Þar eru verk eftir P. D.
A. Atterbom, Christina Banér, C. M.
Bellman, Frans G. Bengtsson, Hen-
ning Berger, Richard Bergh. 21
niynd, 242 hls. Verð íb. kr. 4.40, í
hálffr. bandi kr. 6.10.
3. bindi geymir verk eftir Bo Berg-
man, Hjalmar Bergman, August
Blanche, Erik Blomberg, August
Dondcson, ■Karin Boge og Wilhelm
non Braun. 20 myndir, 252 bls. Vcrð
íb. kr. 4.40, í hálffr. bandi kr. 6.10.
4. bindi geymir verk eftir Fred-
rika Bremer, A. V. Bááth, Edvard
Báckström, C. W. Böttiger, Fredrik
Böök, Fredrik Cederborgh, Samuel
Columbus, tíustaf Philip Creutz,
Olof v. Dalin, Ernst Didring, Elmer
Diktonius, Johannes Edfelt, Carl
Aug. Ehrensvárd, Karin Ek, Vil-
helm Ekelund, Gunnar Ekelöf,
Anna Lenah Elgström. 32 myndir,
256 bls. Verð ih. kr. 4.40, í hálffr.
handi kr. 6.10.
5. bindi. í því eru verk eftir Al-
bert Engström, Daniel Fallström,
Emilie Flygare-Carlén, Torsten Fo-
gelqvist, Karl-Erik Forslund, Frcins
Michael Franzén, Jakob Frese, Carl
Fries, tíustaf Fröding. 24 myndir,
227 bls. Verð íh. kr. 4.40, í hálffr.
handi kr. 6.10.
Ritsafn þetta mun samtals verða
nálega 5.800 hls. að stærð og ná
yfir sýnishorn af verkum ýiálega
200 ágætustu rithöfunda Sviþjóðar
að fornu og nýju. Verðið er mjög
lágt, og er hér því gott tækifæri
fyrir bókasöfn, lestrarfélög og einn-
ig alla þá, er vilja kynnast hók-
mentum Svía, að eignast mikið af
úrvalsverkum fvrir liltölulega litil
útgjöld. Samtíðin mun síðar geta
um .framhald þessa mikla verks,
þegar nokkur fleiri bindi eru kom-
in út.
Þá er komin út í Svíþjóð hátíða-
útgáfa af verkum skáldkonhnnar
Selmu ÍMgerlöf, í tilefni af 75 ára
afmæli hennar, og kostar hvert
bindi kr. 4.40, og i hálffr. handi
kr. 6.10. Er slíkt mjög ódýrt.