Samtíðin - 01.09.1937, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.09.1937, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN KNUT HAMSUN: Kvöldskemtun á Seglfossi [Þessi frásögn er þýðing á 21. kapítula sögunnar En lífið lifir (Men livet lever), sem út kom árið 1933. Lýsir Iiamsun hér af sinni alkunnu snild kvöldskemtun, sem haldin er lil ágóða fyrir fátæka fjölskyldu í Seglfoss-þorpinu.] Það var næsta örðugt fyrir David- sen að liefja nám sitt í bankanum um þessar mundir. Holm lyfsali var á sifeldu rápi i skúrnum lians og eyddi tímanum fyrir lionum með því að vera sí og æ að tala um ein- hverja kvöldskemtun, sem hann ætl- aði að gangast fyrir. Seglfoss Tíðindi voru komin úl, og gat þar að lesa einkar áhrifa- mikla smáklausu um undirbúning hátíðarinnar. Þetta var livorki meira né minna en smágrein, sem engum gat yfirsést að lesa. Fyrir- sögnin var: Ánægja fyrir pening- ana. Enn var þó ógengið frá því, sem mestu máli skipti, en það var skemtiskráin. Hún var í upphafi frekar stutt, en Holm var sífelt að ráðgast við Vendt í gistihúsinu, og varð það til þess, að hann kom með eilífar breytingartillögur. Loks þeg- ar skemtiskráin var prenluð, var hún svo undarleg, af skemtiskrá að vera, að Davidsen sagði: — Ef þetta fer vel, þá eruð þér lánsamur, lyf- sali góður! — Það er liann Vendt, sem altaf er með þessar hannsettar tiktúrur, sagði lyfsalinn og kendi Vendt um alt saman. Hann átti víst líka mikinn þátt í þessu. Vendt veitingamaður var ákaf- lega kvenlegur. Ilann var fremur fölur og þykkleitur. Honum spratt varla grön. Hann var örvhendur, og það var eins og hann væri enn þá í mútum. Stundum var rödd lians djúp og viðfeldin, en venjulega var liún alt of veimiltítuleg miðað við það, hve geysistór maðurinn var. Hann gat þvegið og saumað og eld- að mat, var brjóstgóður og komst oft við. Langt aftur í ætt liafði kyn lians blandað blóði við hollenskan Gyðing, eins og altítt var i Björg- vin. Nú var hann orðinn hálffimt- ugur, og hafði enn ekki staðfest ráð sitt. Þessi maður var ákaflega fávís, enda las hann aldrei neitt. En i æðum lians rann einhver snefill af listamannsblóði; liann kunni að segja frá. Hann langaði líka ti 1 að syngja, en af því að hann var gersamlega laglaus, söng hann ó- skaplega falskt. Hann var þar af leiðanda enginn afhurðamaður, en var þó gæddur einkennilegri sér- gáfu. Oft romsaði hann langri þvælu upp úr sér algerlega undirbúnings- laust. í sjálfu sér var þetta efnis-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.