Samtíðin - 01.04.1941, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.04.1941, Blaðsíða 7
SAMTiÐIN Apríl 1941 Nr. 71 8. árg., 3. hefti SÆNSIÍA SKÁLDIÐ, Bo Bergman, hefur skrifað athygliverða grein, sem nefnist: Létt sumarpredikun. Hér skulu tilfærð nokkur atriði úr þessum sumar- þætti skáldsins i Iauslegri þýðingu: Við lifum a öld, þegar keppzt er við að gera alla menn að jafningjum. Spilling aldar vorrar hefur skapað fádæma virðingar- leysi fyrir einstaklingnum, en þó neyðist fólk til a.ð viðurkenna hinn sterka per- sónuleika. Áður fyr var sagt, að maður og kona ættu að vera eitt, en nú er þús- undum og miljónum manna skipað að vera eitt og hið sama. Meðalmaðurinn, hin dásamlega fyrirmynd, er sköpuð, og allir aðrir eiga að vera steyptir í sama mót og hann. Einstaklingseðlið er bann- fært, hópsálin og múgmennskan eru tign- uð. Til eru þeir menn, sem vilja gera vélasalina að musterum mannlegrar til- beiðslu. Það eru efnishyggjumennirnir, sem gerzt hafa leiðtogar fólksins. Þeir vilja breyta sjálfri trúarjátningunni þann- að í stað guðs nafns verði sett orðið vél, og þeir segja: „Ég trúi á hina al- niáttugu vélamenningu, skapara himins og jarðar.“ Þannig er leitazt við að spilla fólkinu, gera það að einni allsherjar múg- fylkingu, sem lætur skipa sér að hugsa eins og þeir böðlar, sem reka þetta sama fólk út í fábjánalegar styrjaldir og aðrar ófærur. En þeir, sem vilja breyta þjóð- unum í sálarlausa gervimenn, gleyma því, að til er óafmáanleg einstaklingshyggja til eru menn, sem heldur vilja deyja °g missa þannig hlutdeildina í þeirri sniánarlegu veröld, sem stjórnmálaleið- togar 20. aldarinnar hafa skapað, en að láta þurrka persónuleik sinn út. Sorg okk- ar °g gleði er þersónuleg. Þess vegna tek- ur okkur miklu sárara til fjölskyldu okk- ar en annarra manna. Við hörmum meira nussi föður, móður, unnustu, konu og barna en þótt nokkrar þúsundir ókunnra manna séu brytjaðar niður á fjarlægum vígvöllum, sakir þverbresta í skapferli efnishyggjupostulanna. Sorg og gleði verða ekki mældar í metrum, lítrum né grömmum, þó að einhverjir einsýnir vald- hafar bjóði slíkt. Það er vitfirring, að ætla sér að skapa nýja manntegund úr miljónum sundurleitra einstaklinga. Það er aðeins óreynd æska, sem trúir því af eintómum barnaskap, að skapazt hafi ný- ir menn, gerólíkir forfeðrunum. Maður- inn er og verður ávallt sá sami, hvernig sem aðstæður mannkynsins kunna að breytast í samræmi við breytt aldarfar. Heimsstyrjaldir valda ekki tímamótum í þeim skilningi, að upp af rústum þeirra vaxi ný manntegund. Snúningsleiksvið veraldarinnar snýst í sífellu. Það, sem gerðist í morgun, gerist nú allt í einu um miðjan dag. Ný kynslóð stendur á leik- sviðinu, reiðubúin til að skila af sér hlut- verki sínu. Henni finnst sjálfri, að sá leikur, sem hún er að sýna, taki öllu fram, sem áður hefur sézt á þessu leik- sviði. En leikur hennar er alls ekki nýr. Það er sami leikurinn, sem kynslóð eftir kynslóð hefur skilað af sér á þessu sama sviði, þar sem presturinn í fyrsta þætti gerðist ræningi í öðrum þætti o. s. frv. Leikararnir skipta um gervi. Ljósin breyta um litblæ, gagnrýnin breytist. En leikur- inn sjálfur er óumbreytanlegur. SAMTÍÐIN þakkar öllum þeim mörgu áskrifendum, sem þegar hafa greitt yfirstandandi árgang og heitir á alla þá, sem enn eiga hann ógreiddan, að senda hið lága árgjald sitt (5 krónur) strax í peningum eða póstávísun. Ritinu bætast nú daglega nýir áskrifendur hvaðanæva af Iandinu, enda er Samtíðin nálega það eina, sem ekki hefur hækkað í verði í dýrtíðinni. Vinir um land allt: Útvegið rit- inu hver um sig nokkra skilvísa kaup- endur, og aukið þannig útbreiðslu þess.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.