Samtíðin - 01.04.1941, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.04.1941, Blaðsíða 22
18 SAMTIÐIN Hverjir sviku Frakkland? EFTIRFARANDI frásögn er laus- leg þýðing á ritstjórnargrein, sem birtist nýlega í einu af merkustu timaritum Kanada: Hinn ógurlegi ósigur Frakka fyrir Þjóðverjum siðastliðið ár stafaði af fjórum ástæðum, sem allar voru Frökkum sjálfum að kenna: Land- ráðum og skemmdarstarfsemi, rót- gróinni friðarstefnu, vanþekkingu á hugarfari Hitlers og nazista og til- finnanlegum skorti á skipulagshæfi- leikum. Landráðin og skemmdar starfsemina verður fyrst og fremst að eigna nokkrum. frakkneskum stjórn- málamönnum ásamt vissum liátt- settum hershöfðingjum og opinher- um embættismönnum. Stjórnmálamenn eins og Laval og Bonnet sýndu í stríðinu milli Þýzka- lands og Frakklands ekki einungis ó- tvíræða samúð með Þjóðverjum, heldur unnu þeir beinlinis að því að gera ýmsa helztu hershöfðingja Frakka vinveitta óvinunum, Undir- róðurs í þessum efnum varð einna fyrst áþreifanlega vart i Frakklandi, er upp komst um hina svonefndu Cagoulard-ihreyfingu á árunum 1937 og 1938. Með þessari frægu á- róðursstarfsemi var unnið mjög að þvi, að komið yrði á fót einræðis- stjóm í Frakklandi og að Frakkar gerðust síðan bandamenn öxulríkj- anna (Þýzkalands og ítalíu). Þegar upp komst um landráð Ca- goularda, var lögreglan til mála- mynda látin skerast í leikinn, en þess var vendilega gætt, að forráðamenn starfseminnar slyppu við fangelsun, enda voru þarna viðriðnir menn eins og bershöfðingjarnir Weygand og ' Gouraud, er höfðu samúð Pétains, svo að ekki sé meira sagt. Bersýni- legt var, að ofmargir af æðstu trún- aðarmönnum þjóðfélagsins væru við ráðabrugg Cagoularda riðnir til þess, að unnt væri að blaka við þeim, án þess að frakkneska ríkið blyti við það álitslmekki. Var það ráð því tek- ið, að varpa aðeins um það bil 100 undirróðursmönnum i fangelsi. Þarf ekki að taka það fram, að enginn þessara manna var látinn svara til saka fyrir rétti og að öllum var þeim sle])pl lausum, eftir að stríðið skall á, siimum í stríðsbyrjun og öðrum nokkru seinna, enda voru meðal þeirra allmargir herforingjai’. Einn af kunnustu hershöfðingjum Frakka, Michelin að nafni, var mjög á bandi Cagoularda, eftir að stríðið hófst. Er talið, að hann hafi átt mjög drjúgan þátt í ósigri Frakklands. Michelin þessi er meðlimur fjöl- skvldu þeirrar, sem á Michelin-verk- smiðjurnar, stærstu hjólbarðasmiðj- ur Frakklands. Aðalaðsetur þessarar verksmiðjustarfsem. i er í héraðinli Clermont-Ferrand, en þar átti Ca- goularda- undirróðursstarfsemin sér sterkastar rætur. Michelin lierforingi gerði allt, sem í hans valdi stóð, til þess að veikja varnir föðuriands síns.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.