Samtíðin - 01.04.1941, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.04.1941, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN liæfir í lifsbaráttunni, standasl og auka kyn sitl. Hjá niönnunum gælir þessara náttúrukynbóta eða úr- vals niun minna en hjá dýrum og jurtuni. Þar er ekki séð um, að nýt- ustu einslaklingarnir auki kyn sitl frennir en ræflarnir siður en svo. Læknavísindin cru komin á liátt stig og fjölda veiklaðra manna, seni ella hefðu dáið án erfingja í æsku, er nú bjargað. Þetta fólk eykur kyn sitt eins og aðrir. Eðlisgæði heildar- innar minnka auðvitað við þetta.Heil- brigðisráðstafanir eru sjálfsagðar, en jiað þarf að vinna á móti göllunum, sem sigla í kjölfar þeirra. Hætt er við úrkynjun, einnig á andlega svið- inu. Rannsóknir dr. Popenals í Ivali- forníu hafa leitt i ljós, að konur, sem eru andlegir aumingjar, auka kyn sitl kvenna mest. Karlmannahálf- vitar auka aftur á móti ekki kyn sitt meira en i meðallagi. Hálfvitarnir í Bandarikjunum reyndust auka kvn sitt IV2 sinnum örara að jafnaði héldur en fjölskyldurnar, sem stúd- entarnir í Kaliforníu eru komuir af. Er auðsætt, hvert stefnir með þvi lagi. Amerískar rannsóknir hafa líka sýnt og sannað, að út af einum stórg'öll- uðum einstaklingi — ættföður eða ættmóður — hafa komið illræmdar, fjölmennar ættir. — Árið 1740 dó stúlkuflækingur, Ada Yukes að nafni. 834 einstaklingar eiga kyn sitl að rekja til hennar og er kunnugt um æviferil 709 þeirra. Þar af voru 196 fæddir utan hjónabands, 142 voru á sveitinni, 64 voru fábjánar, 171 götu- stelpur, 77 dæmdir fyrir glæpi, þar af 12 morðingjar. Talið er, að ætt- boginn hafi kostað ríkið 5 miljónir króna. Önnur illræmd ælt var komin af ættmóður, sem var drykkfelld götustelpa og dó 1827. 800 einslakl- ingar eru af henni komnir. 700 þeirra hefir verið hegnt fvrir ýmis konar afbrot, 37 jafnvel dæmdir til dauða. Kostnaður ríkisins vegna þessarar ættar er talinn 12 milj. kr. Fróðlegust er samt saga „Kallikak“- ættarinnar. Ættfaðirinn, Marteinn „Kallikak“, var kominn af góðum ættum. Hann átli fyrsl son með geð- bilaðri stúlku. Seinna kvæntist hann stúlku af góðri ætt og átti með henni 10 hörn. Ættbogarnir tveir reyndust næsta ólikir, enda voru vöggugjafir mæðranna æði ólíkar. Báðir ættbog- arnir hafa \erið rannsakaðir í 6 ætt- liði. Sonur geðveiku konunnar átti lieilbrigða eiginkonu og með henni 2 heilbrigð og 5 geðbiluð börn. Alls er kunnugt um 480 afkomendur hans. 143 voru geðbilaðir svo að víst sé, 24 ofdrykkjumenn, 33 götustelp- ur, og 82 dóu í æsku. Ættboginn var í mestu niðurlægingu og litlu áliti. Hinn ættboginn, sem átti sama ætt- föður en heilbrigða ættmóður, reynd- ist aftur á móti vel. Menn þekkja 496 manns af því kyni. Það er að jafnaði duglegt fólk og í miklu áliti — bændur, kaupmenn, embættis- menn o. s. frv. Aðeins einn var fá- bjáni og 2 ofdrykkjumenn, sem nautnir að síðustu rugíuðu á geðs- ínunum. Báðir ættbogarnir lifðu í sama héraði. Munurinn milli þessara ætthoga er geysimikill og verður rakinn lil ættmæðranna. „Eplið fell- ur sjaldan langt frá eikinni.“ Skil- vrðin hafa að vísu áhrif. Úrkynjuðu raeflarnir verða t. d. oftast að velja

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.