Samtíðin - 01.04.1941, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.04.1941, Blaðsíða 14
10 SAMTIÐIN þeirra og ráðsályktunum („fundar- stjóri“). Það er ])vi engan veginn að öllu heppilegt nafn á þeim eiua manni, er settur er til óháðrar vfir- stjórnar ríkisins, þar sem ráðuneyti (ministeria) ella halda á stjórnar- taumum allra einstakra málefna, enda þótt þessi yfirmaður ætti „for- sæti“ i því „ráði“, er við og við kæmi saman til lagastaðfestinga og þess- háttar, ríkisráðinu, er svo hefir verið kallað, en furtdum þess stjórnar kon- ungur, þar sem konungdæmi er með þjóðum. Ef forseta-heitið yrði saml valið, færi bezt á þvi, að það fengi þegar í upphafi myndina rikisfor- seti, svo að eigi vrði um það villzt. En hér mætti þó eins vel við eiga heitið r í k i s s t j ó r i, sem að vor- um dómi nær starfsmerkingunni ó- tvíræðar en forseti, þótt það liafi hingað til einkum verið notað um þá, er stjórna ríki meir um stundarsakir eða t. d. fyrir hinn rétta ríkishöfð- ingja o. s. frv. (er ])á orðið þýðing á Rigsforstander Reichsverweser; því að Statholder — Statthalter er hafl um (skalt) landsstjóra, jarla, eins og einnig gouverneur - governor, af lat. gubernator). En á islenzka tungu er ríkisstjóri hreint orð og sjálfstætt, og jafn ákveðið um slíkan mann, sem hér ræðir um, hvernig sem stjórnarhættir að öðru leyti kunna að vera, og getum vér því mætavel tekið það upp, um æðsta valdsmann íslenzka ríkisins (lýðveld- isins), hvað sem aðrar þjóðir svo nefna liann á sinu máli. Það hefir og þann kost, eigi síður en ríkisfor- seti, að ríkishugtakið, fullveldisskír- greiningin, kemur þar greinilega fram, í nafninu sjálfu, sem ekki er einkisvert ungu riki, er æskir og krefst vitundar og viðurlcenningar annarra um stöðu sína meðal þjóð- anna. Þetta mundi þýða hér, i efni máls- ins: Hinn kjörni eða tilnefndi ríkis- forseti eða ríkisstjóri tekur (að m. k. í byrjun) við valdi því, sem konungur hefir farið með yfir íslandi. Það yrði síðan innlent æðsta vald (til bráða- birgða hefir það nú verið i höndum ráðuneytisins, eins og kunnugt er) og ætti ekki lengur neitt skyll við konung, hvorki í orði né á borði, enda mætti gera á þvi hreytingar, ef svo sýndist. En ríkisstjórnin, náðuneytin (stjórnarráðið) héldist áfram fyrir þær sakir, alveg eftir því, sem lög landsins á hverjum tíma skipuðu fyr- ir um. Hnn: — Eg skal vera þér eins og sgstir. Ilann: — Afbragð. Geturðu þá elcki lánað mér 5-kalI. Kona skáldsins: — Ef þú getur selt kvæðin þín, Höskuldur, þái get- um við látið betrekkja svefnher- bergið með þolanlegu betrekki. En rf þú getur það ekki, verðum við bara að betrekkja það með kvæð- unum. Gnoð og landi geri skil, geisa á andans fjöðrum. Það er vandi að vera til og velja handa öðrum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.