Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN teknar þær greinar, þar sem kost- ur er handbóka á voru máli. Fyrst má telja gróðurathuganir og plöntusöfnun. Varla mun nokkurt viðfangsefni vera léttara og liand- hægra, og þar höfum vér liina ágætu handhók Flóru íslands, auk þess, sem mikla hjálp má hafa af norræn- um flórum, ef hún dugar ekki. Plöntu- söfnunin hefur og þann mikla kost, að auk þess, sem liún á sumrin veit- ir oss viðfangsefni úti í náttúrunni, veitir sköpun og hirðing safnsins oss skemmtilegt dundursefni í tóm- stundum á vetrum. En hið sama má að vísu segja um alla söfnun nátt- úrugripa. En gróðurrannsóknir má framkvæma á miklu fjölbreyttari iiátt en þann einan, að kynna sér tegundir og safna plöntum. Þegar tegundirnar eru orðnar góðkunn- ingjar okkar, liggur fyrir að kynna sér gróðurfélögin og ýmsa þætti i lifi plantnanna, blómgunartima, fræ- þroskun o. fl. Yfirleitt má segja, að hver þekkingarauki veiti ný við- fangsefni. Þá er fuglalifið ekki síður hent- ugt viðfangsefni áhuganáttúrufræð- inga. Flestum okkar er í hlóð borin ást á fuglunum, og til þess að kynn- ast þeim, getum við haft stuðning tveggja ágætra íslenzkra bóka, Fugl- anna eftir Bjarna Sæmundsson og Rits Magnúsar Björnssonar í Árbók Ferðafélagsins. En fuglarnir sjálfir veita oss ótal efni til athugunar. Má þar til nefna komudaga þeirra og fardaga, varpstæði og hætti alla, vetrargesti o. fl. Hins vegar verður því eigi neitað, að athugun á fugl- unum veitir oss nær eingöngu við- fangsefni utan húss. í þessu sambandi má benda á hinar stórmerku bækur Bjarna Sæ- mundssonar, Fiskana og Spendýrin, handa þeim, sem velja vildu þar starfssvið. Söfnun steina og jarðfræðilegar athuganir veita oss nær ótæmandi verkefni. Nokkurn stuðning má þar hafa af Jarðfræði Guðmundar G. Bárðarsonar, en ef um nána rann- sókn á að vera að ræða, skortir handhægar íslenzkar hækur. Ég liefi hér aðeins bent á örfá atriði, sem nærtækust eru, og eink- um með tilliti til þess, hverjar hand- hækur eru til á voru máli, en vit- anlega eru verkefnin nær óþrjót- andi, svo að eillhvað mundi vera iiægt að finna fyrir hvers manns smekk. í greinarkorni þessu liefi ég eink- um litið á málið frá sjónarmiði ein- staklingsins, hvernig hann gæti auk- ið sér ánægju með því að dunda við athuganir á náttúrunni, en lík- lega hefur þess aldrei verið meiri þörf en nú á dögum, að hvetja menn til þess að verja tómstunduin sín- um til kyrrlátrar iðju, þar sem eirð- arleysið virðist vera einkenni alls þorra manna. En það er einnig önn- ur hlið á þessu máli. Jafnframt því, sem menn með slíkri tóm- stundavinnu skapa sjálfum sér gleði, geta þeir unnið landinu almennt gagn. Enn er rannsókn á náttúru lands vors skammt komið og þeir menn fáir, sem gera sér liana að lífsstarfi að meira eða minna leyti.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.