Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 Áhugamenn hvarvetna um land geta lagt drjúgan skerf lil þeirra hluta, ef vilji er með, enda hefur sú reynd- in orðið víða um lönd, og einnig hér á landi, þótt minna sé en æski- legt væri. Ég hygg einnig, að mér sé óhætt að fullyrða það fvrir liönd at- vinnunáttúrufræðinganna, þótt eigi hafi ég þar umboð til, að þeir muni allir fúsir til að veita sérhverjum áhugamanni á þessum efnum þær leiðheiningar, sem i þeirra valdi stendur, svo að hverjum sé óhætt að leita þar fyrir um leiðsögn, ef hann fýsir að fást við eitthvert rannsóknarefni. En náttúrurann- sókn lands vors og aukin þekking á því er ekkert gamanföndur, held- ur bein nauðsyn þess, að vér lær- um að færa oss gæði landsins rétti- lega í nyt. Þær rannsóknir kosta mikla fyrirhöfn, og því mikilsvirði, ef unnt væri að beina áhuga manna inn á þá braut, að verja nokkru af tómstundum sínum til þess að leggja þar hönd á plóginn. Sá kemst langt, sem létt gengur. — Kínverskur orðskviður. Við erum aðeins hálfvöknuð móts við það, sem við ættum að vera. Við hagnýtum okkur ekki nema lítinn hluta af líkamlegum og andlegum sjóðum okkar. Menn lifa sannast að segja að þessu leyti miklu fátæklegra lífi en þeir þurfa að gera. Menn eiga margvíslega orku, sem þeim tekst ekki að hagnýta sér. — William James. /\ F HVERJU fara íbúar stórborg- anna upp í sveit til þess að leita sér hvildar að sumarlagi. Meðal ann- ars til þess að njóta þar kyrrðarinn- ar, hlusta á þögnina, ef svo mætti að orði kveða. Fyrstu nóttina, sem þú dvelst á kyrrlátu sveitasetri eftir glymjanda stórhorgarinnar, heyrir þú hlátt áfram kyrrðina, sem ríkir umhverfis þig. Þú skynjar liana með ámóta unaðslegri áfergju og þreyttur og rykugur ferðamaður nýtur þess að fara í bað. Hvílíkur unaður! Það er eins og Iiætt sé að herja bumhu við hlustirnar á þér. Taugarnar sef- ast. Þú hvílist. (Or „Irish Press“). Særður hermaður bað hjúkrunar- konu að skrifa fijrir sig bréf til eig- inkonu sinnar. Meðal annars bað hann liana að skrifa: — Hjúkrunar- konurnar hérna eru bæði Ijótar og leiðinlegar. — En þetta finnst mér nú hvorki sanngjarnt né fallega hugsað af ijð- ur, mælti hjúkrunarkonan. — Vertu ekki að hugsa um það, elskan mín, það gleður h an a, anz- aði hermaðurinn. Góðir skór þurfa gott viðhald. — Landsins beztu skóviðgerðir hjá okk- ur. — S æ k j u m. S e n d u m. SIGMAE&SVERRIR Grundarstíg 5. — Sími 5458.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.