Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 29
SAMTfÐIN 25 Merkileg bók Are Waerland: Matur og megin. Nátt- úrulækningafélag íslands gaf út. — Björn L. Jónsson þýddi. ÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG ís- lands hefur nú gefið út þriðju bók sína um manneldismál, og er hún eftir sænska lífeðlis- og nær- ingarfræðinginn Are Waerland, sem er orðinn víðkunnur fyrir rannsókn- ir sinar og rit. I þessari hók er sam- ankominn kjarninn úr kenningiun hans um manneldismál og lýsing á þeim leiðum, sem hann fór, til þess að öðlast fnllkomna heilhrigði. Waerland var sextugur, þegar hókin kom út. Voru þá 10 ár liðin, síðan liann hóf tilraun á sjálfum sér með ákveðið mataræði, og lýsir hann þannig árangrinum af þessari 10 ára næringartilraun, sem hann hafði auk þess reynt á fjölda annarra manna með svipuðum árangri: „Þegar ég nú við sextugsaldurinn lít j'fir liðna ævi, þá verð ég þess vísari, að síðasti áratugurinn hefur verið beztur, hvernig sem á hann er litið. Þessi ár hef ég hnekkt öll- um fyrri metum mínum og afrek- um á öllum sviðum. Vinnulöngun, starfsþrek og áhugi á íþróttum hef- ur alltaf verið að aukast, í stað þess að minnka. Sama er að segja um líkamlegt fjaðurmagn og þol. Og öruggasta merkið er, að starfs- ánægja og lífsgleði hafa aldrei ver- ið meiri.“ — „Eg hef aldrei, í þessi 10 ár, fundið til minnsta lasleika, aldrei fengið snert af höfuðverk, aldrei orðið var við nokkurn vott Búnaðarbanki Islands Stofnaður með lögum 14. júní 1929. Bankinn er sjálfstæö stofnun, undir sérstakri stjórn og er eign ríkisins. © Trygging fyrir innstæSufé er ábyrgS ríkissjóSs, auk eigna bankans sjálfs. e Bankinn annast öll innlend bankaviSskipti, tekur fé á vöxtu i sparisjóSi, hlaupareikningi og viStökuskírteinum. e GreiSir hæstu innlánsvexti. e Aðalsetur í Reykjavík: Austurstræti 9. Útibú á Akureyri.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.