Samtíðin - 01.05.1944, Qupperneq 9

Samtíðin - 01.05.1944, Qupperneq 9
SAMTÍÐIN 5 heimili á landinu með boðskap sinn, fréttir og frásagnir, og eru lesin þar og rædd af ungum og gömlum, hljóta að hafa mikil áhrif á hugarfar manna og athafnir, enda er þetta áhrifavald almennt viðurkennt um öll lönd, og blöðin talin stórveldi. Þau eru hvorki meira né minna en einn þeirra aðila, sem bera ábyrgð á þjóðaruppeldinu. Þótt blaðamenn muni yfirleitt ekki telja sig kallaða eða kjörna til þess að gjöra lesend- ur sina að guðsbörnum, hljóta þeir þó að telja sér skylt að gjöra úr þeim nýta og dygga þjóðfélagsþegna. Af þessu leiðir, að þess verður af blöðunum að krefjast, að þau flytji sannorða og rétta fræðslu um þjóð- málin og hvert málefni annað, beri heim á hvern bæ glöggar og góðar leiðbeiningar, glæði vit, glöggskyggni og dómgreind lesendanna. kappkosti í stuttu máli sagt, að gjöra menn sannfróða um hvert mál, sem þau ræða. En jafnframt verður að ætl- ast til þess, að þau samstilli hugi manna og krafta til heppilegrar úr- lausnar allra mála, styðji að sam- hug og samíökum, en forðist allt, sem veldur fiandskap, tortryggni, sundrung og illvigri baráttu, og stofn- ar friði, frelsi og framförum þjóð- anna i bráðan voða. Ég trúi á mátt samlvndis og eindrægni bióðunum til blessunar. Og ef blöðin vildh belga þeim hugsjónum alla viðleitni sina, mundu þau verða það vald i landinu, sem hver sæmilegur maður mundi telja sér skylt að meta og virða vel. Það mun fáum dyljast, hve ó- smekklegar íslenzkar blaðadeilur geta orðið. Þetta sást t. d. glöggt i þeim miklu umræðum, sem fram hafa farið undanfarna mánuði um lielgasta mál íslenzku þjóðarinnar, sjálfstæðismálið. Þar gætti skoðana- munar, ekki um efni málsins, heldur aðferðir og framkvæmdir við full- veldistökuna. í stað þess nú að ræða jafn merkilegt mál með réttum rök- um aðeins var gripið til mann- skemmdanna, og þeir menn, sem munu í alla staði sannir og þjóð- hollir íslendingar, nefndíir undan- haldsmenn og jafnvel landráðamenn af þeim, sem í engu standa þeim framar um ættjarðarást og þjóð- rækni. Var margt ónytjuorðið mælt í þeim umræðum, sem þeir mega blygðast sin fyrir, er mæltu þau. Pjæir einlspga viðleitni og tilstilli góðra manna liafa nú orðið sættir um hið mikla mál, og er það þakk- arvert. Hitt skal ekki dulið, að sum- ir blaðamenn vorir unnu fremur að sundrungu en samtökum um málið, og er það ekki þakkarvert frá sjónar- miði blaðalesandans. Er þetta dreg- ið hér fram til dæmis vegna þess, að meðferð þessa „máls má1anna“ reyndist mörgum íslenzku blöðunum örðugt rejmslupróf, sem þau stóð- ust ekki svo vel sem skyldi. Kvnni min af þjóðmálabaráttu ís- lenzkra blaða benda mér eindregið í þá átt, að flokksblöðin telii það sina fyrstu og fremstu skvldu, að halda því einu fram, sem flokkunum geti að liði orðið á hverjum tíma, hirða ekki mjög um sannindi og staðrejmdir, en „hagræða“ sannleik- anum eftir því, sem flokkunum kem- ur bezt í svipinn, Það er ljótt að

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.