Samtíðin - 01.05.1944, Page 11

Samtíðin - 01.05.1944, Page 11
SAMTlÐIN 7 Svo þarf og þjót^in sjálf, lesend- urnir, að biðja blaðamennina um betri málflutning, leiðbeiningar og fróðleik um málefnin, skýringar á hugsjónum og stefnum, og jafnframt gjarnan kappræður um málin, eld- heitar, fjörugar og snjallar, þar sem allri persónulegri áreitni væri sleppt og blekkingum aldrei beitt. Þá yrðu blöðin það, sem þau eiga að vera, mikilsverð menningartæki, og það stórveldi í landinu, sem skylt væri að meta og virða vel. Vinnið ötullega að útbreiðslu Samtíðar- innar og hjálpið oss til að gera hana að tímariti allra íslenzkra heimila. TTIN MIKLA háreysti 20. aldar- •*- innar, og þá einkum liin marg- víslega sibylja allra hinna starfandi útvarpsstöðva, hefur breytl mönn- um úr virkum lilustendum í óvirka heyrendur. Þessir áheyrendur, sem áður voru hlustandi einstaldingar, eru nú illu heilli, orðnir að hóp- mennum, sem hleypa hinni sífelldu hárejrsti inn um annað e>Tað og út um hitt. Hvílík meðferð á hinni ó- umræðilegu hlustunargáfu mann- anna! Að kunna að hlusta er að vera fær um að breyta þyt laufskógar- ins, niði lækjarins og söng fuglanna í algleymisfögnuð yfir dýrð sum- arins. Hljóð margfaldast, ef við kunnum að hlusta. Við eigum að reyna til að læra að lilusta á allan liinn dásamlega samhljóm, sem berst að eyrum okkar úti í guðs- grænni náttúrunni, en forðast að láta allar hinar ægilegu stríðsfrétt- ir, sem útvarpið flytur okkur sýknt og heilagt, gera okkur að skynlaus- um heyrendum. JÖRGEN FRÁ HÚSUM: o4 SlipistcL suwiQXcLaq. Ó, fagra, góða Fljótsdalssveit, hér fyrsta vorsins blóm ég leit, ég ann þér ár og síð. Þér Hengifossinn hrópar Ijóð, sem heyrist vítt um bjarkaslóð. Þér syngja fuglar sumarljóð, er sólin gyllir hlíð. Hér svellur áin, suðar lind, og sólin roðar Snæfells-tind í glæstum fjallageim. Af vetrarblundi vaknar dátt við vorsins milda hörpuslátt hver ilmbjörk smá, hvert blómið blátt nú bjóða vinum heim. Hér æskan glöð með afl og þrótt á ársins fyrstu sumarnótt þér syngur sumarlag. Er röðull fagur roðar grund, upp rennur sumars morgunstund, þá börnin þín svo blíð í lund þér bjóða góðan dag. Eftir nótum blæs mér byr. björg er fljót að landi. Sel, þótt ótal aðrar dyr opnar móti standi. LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁTRYGGINGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/S Aðalumboð á íslandi Vesturgötu 7. Reykjavík. Sími 3569. Póstbólf 1013.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.