Samtíðin - 01.05.1946, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.05.1946, Blaðsíða 17
SAMTlÐIN 13 SIGFÚS HALLDDRSSDN: Einn dagur í Stratford-Upon-Avon Sigfús Halldórsson EGAR ÉG vann við Repertory Thcalre í Northampton, kom ég að máli við leiktjaldamálarann Os- borne Robinson — hann er vel met- inn listamaður í Englandi — og tjáði honum, að mig fýsti mjög að fara snögga ferð til Stratford. Þáð er tveggja tíma ferð frá Northampton með járnbrautarlest. Hann tók vel í það og skrifaði bréf til vinar síns, sem vann við Shakespeare Memorial Theatre. Einnig skrifaði hann á miða það lielzta, er ég skyldi gera mér far um að sjá þar. Tíminn var svo naumur, að ég inátti aðeins eyða þar einum degi. Klukkan 7 að morgni þess 1. sept. var ég kominn á járnbrautarstöðina, með svolitinn matarböggul, og beið Jiess, fullur eftirvæntingar, að lest sú rynni inn á stöðina, sem flytti mig til þess staðar, sem ég hafði lengi þráð að sjá. Lestin kom, og kl. liálf átta var hún komin af stað. Ég var einn í klefa og naut þess vel. Það var lilýtt veður, en sólarlaust. Á ein- um stað stöðvaðist lestin, og' fékk ég þá ferðafélaga: Hjón með þrjú börn. Börnin voru kát og gátu aldrei ver- ið kyrr. Sennilega var það af því, að pabbi þeirra var kominn lieim úr stríðinu. Klukkan hálftíu nam lestin stað- ar í Stratford. Stöðin þar er lítil, rúmar aðeins tvær lestir samtímis. Ég kvaddi samferðafólkið og hél't leiðar minnar. Það var komin rign- ing og ekki úllit fyrir annað en að ]iað mundi halda áfram að rigna. A VAR hin langþráða stund upprunnin. Ég var staddur í Stratford, fæðingarbæ William Sliakespeai'e’s. Hér fæddist hann ár- ið 1561 og dó 1616. Ég hafði meðferðis' kort af bæn- um, sem Robinson hafði léð mér, og ætlaði ég fyrst af öllu til leikhúss- ins að hitta Mr. Savery, en svo hét vinur Robinson’s, en áætlun mín lireyttist nokkuð. Mér varð svo star-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.